Fréttir

Body Balance frumflutningur

Body Balance númer 63 verður frumfluttur í dag kl. 17:30.  Hóffa og Abba kenna báðar og eru allir velkomnir í tímann.  Góðar sveiflur í Tai Chi, opnun, styrkur og liðleiki tekur síðan völdin og tónlistin stjórnar ferðinni.  Slökun á eftir.

Skólakort

Tilboðið til skólanema 14 ára og eldri stendur enn.  Árið á 35.000 kr í tækjasalinn og þrektíminn á laugardögum fylgir með.  10 tímar í Hot yoga voru með til áramóta en ekki lengur.

Anna komin aftur!

Nú geta margir tekið gleði sína á ný því Anna er mætt á svæðið og mun kenna Body Pump á miðvikudögum og spinning annan hvern þriðjudag og föstudag.  Fyrsti Body Pump tíminn hennar er næsta miðvikudag, fjölmennum og tökum vel á Því í stóra salnum. Hægt er að kaupa sig inní þennan eina tíma í viku fyrir þá sem það vilja fyrir aðeins 14.000 kr. næstu 16 vikurnar.

Ný tímatafla

Skoðið tímatöfluna vel.  Það má prufa alla tíma sem stendur opið við.  Heitir tímar, Hot yoga hjá Öbbu, þrektímar kl 6:10, 8:15 og 16:30, spinning kl. 8:15, 16:30 og 17:15 og Body Pump kl. 18:30. 

Opin vika í heitum tímum hjá Öbbu í næstu viku

Hægt verður að prufa heita þrektíma 1 og 2 í næstu viku.  Tímarnir eru kl. 17:30 á mánudag, 16:30 og 17:30 á þriðjudag og fimmtudag.  Auðveldari tími kl. 17:30.  Morguntímar verða á þriðjudag, þrek kl. 8:15 og Hot yoga kl. 9:15.  Einnig verður Hot yoga í boði kl. 16:30 á miðvikudag.  Allt frítt.  Hvet alla til að prufa.

Heitur rúllutími

Það verður frítt fyrir alla í heita rúllutímann hjá Guðríði og Andreu mánudaginn 6. janúar kl. 18:30 og því tilvalið að nýta sér það og nudda úr sér stirðleikan eftir jólin. 

jólayoga

Fhún lofar góðum 75 mínútna frír yogatími verður 2. janúar kl. 17:30.  Abba kennir og hún lofar góðum 75 mínútna tíma með góðum teygjum og einhverjum áskorunum.  Slökun og kertaljós.

verðlaun fyrir 10% léttingu!

Nú bjóðum við öllum að vera með í keppninni um 10% léttingu.  Áskorunin fylgir námskeiðinu Nýtt útlit, en við ætlum að opna þetta fyrir alla sem vilja vera með.  Þú færð 6 mánaða þrekkort ef þú léttist um 10% á 5 vikum, 3 mánuði ef þú nærð þessu á 10 vikum og 2 mánuði í tækjasal ef þú léttist um 10% á 15 vikum. Byrjum 13. janúar.  Abba og Óli verða á staðnum og vigta þá sem vilja vera með vikuna 6.-13. janúar. Losum okkur við jólafituna á skynsamlegan hátt og gerum hreyfingu að lifsstíl.

Opið til kl. 16 í dag!

Það er enn hægt að mæta og taka góða æfingu fyrir allt fjörið.

Spinning á Þorláksmessu og annan í jólum.

Það er engin ástæða til að safna spiki yfir jólin.  Tryggvi verður með opinn spinningtíma fyrir alla sem vilja á Þorláksmessu kl. 6:10, já bara rífa sig upp og byrja daginn snemma.  Óli verður síðan með opinn spinningtíma kl. 10:30 á annan í jólum.  Flott að mæta þá fyrir jólaboð dagsins.  Einu dagarnir sem er lokað er á aðfangadag, jóladag og nýársdag.