Fréttir

Síðasti heiti tíminn í dag

Abba verður með tvo heita tíma í dag.  Heitt þrek með bolta og lóð og Hot yoga.  Allir velkomnir að prufa öðruvísi og skemmtilega tíma. Þetta er jafnframt síðasti heiti tíminn kl. 16:30 á þriðjudögum í bili.  Það verða tveir heitir opnir þrektímar næsta vetur og Hot yoga tímarnir verða 6 daga vikunnar.

Næsti Zumba tími 21. júlí

Mánudaginn 14. júlí fellur Zumba tíminn niður. Næsti tími verður því mánudaginn 21. júlí, kl. 16:30.

Útitíminn fellur niður

Abba og Óli eru að fara í gönguferð og því fellur útitíminn hans Óla niður á fimmtudaginn.  Aðrir tímar halda sér og Tryggvi kennir t.d. spinning á föstudaginn kl. 6:10, gaman, gaman. Tota tekur Ólatímann og flesta hina tímana.

Opinn Gravitytími og opinn heitur þrektími

Viljum vekja athygli á tveimur spennandi tímum í töflunni.  Annar er heitur þrektími kl 16:30 á þriðjudögum og annan hvern miðvikudag kl. 8:15 og næsti er í fyrramálið.  Tímar sem koma á óvart, prufaðu og þú ánetjast. Hinn tíminn er Gravity í bekkjunum góðu á fimmtudögum kl 16:30.  Pláss fyrir 12 svo það er gott að koma ekki of seint ef allir bekkirnir klárast.

Spennandi spinning

Óli og Anna eru fjarverandi og því sjá Arna Benný og Jonni um spinningtímana mánudaginn 7. júlí.  Þau hafa tekið nokkra tíma sl. vetur og munu örugglega láta alla taka vel á því.

Fækkum tímum í júlí

Það eru tveir tímar sem eru illa sóttir á morgnana núna yfir hásumarið.  Við ætlum því að fella þá niður fram yfir verslunarmannahelgi.  Þrektíminn á fimmtudögum kl. 6:10 og á föstudögum kl. 8:15.  Bendum þeim sem eru duglegir að mæta á að Óli er alltaf á staðnum á morgnana og til í að hjálpa í tækjasalnum og kenna ykkur að fara eftir æfingu dagsins.  Bara skemmtileg tilbreyting og spennandi fyrir þá sem hafa ekki enn prufað tækjasalinn.  Það verður þrektími í fyrramálið kl. 8:15 og svo verður frí næstu fjóra.

Frábær árangur hjá einstökum hóp!

Fyrsta FIMM / TVEIR námskeiðið okkar kláraðist í gær.  Fólkið sem tók þátt æfði lágmark 5x í viku í 10 vikur.  Óli, Abba og Anna sáu um þjálfun og Hrönn Harðardóttir úr Biggest Loser ísland um uppörvun og miðlaði af sinni reynslu. Mikil keppni var allt námskeiðið um vegleg verðlaun, 100.000 kr. plús þrekkort í eitt ár.  Hildur Björg Ragnarsdottir léttist mest hlutfallslega eða um 14,9%.  Næstar komu Katrín Mörk Melsen með 13,95% og Guðrún Ásmundsdóttir með 13,85%.  Þær fengu líka verðlaun eða 50% afslátt af öðru 10 vikna námskeiði.  Tvö önnur náðu yfir 10% léttingu sem er glæsilegt á svona stuttum tíma.  Tölur eins og 10 til 16 kg. sáust hjá þessum einstaklingum.  Vaxtarlagið breyttist mikið vegna dugnaðar þeirra við æfingarnar, 43 sentimetrar fuku og við sáum tölur eins og 15 sentimetra minnkun á kvið og flestir með um 10 sentimetra þar.  Tl hamingju þið öll með frábæran árangur.

Breyting á tímatöflu

Við ætlum að setja inn opinn Gravitytíma á fimmtudögum kl. 16:30.  Það þarf ekki að skrá sig í hann, bara mæta, pláss fyrir 12 og við búumst ekki við að það verði troðið til að byrja með.  Volgi þrektíminn sem var á þessum tíma er hættur.  Útitíminn á þriðjudögum er líka hættur.

Námskeið að klárast

Nú eru fjögur námskeið að klárast í þessari og næstu viku.  Óli ætlar að halda áfram með útitíma á fimmtudögum kl. 17:15.  Abba verður áfram með heitan tíma á þriðjudögum kl 16:30 og Gravity á fimmtudögum kl 16:30 til að byrja með.  Sjáum til hvort mætingin verður næg til að halda áfram.  Útitíminn á þriðjudögum fellur niður og volgi tíminn á fimmtudögum, en Gravity kemur í staðinn.  Vonum að við þurfum ekki að skrá í tímann, bara mæta.  Þetta myndi þá byrja í næstu viku.  Síðasti volgi tíminn á fimmtudegi er næsta fimmtudag.

Hot yoga á sunnudögum

Hvernig væri að prufa Hot yoga?  Tímar sem koma á óvart og er fyrir fólk í toppformi sem og byrjandann, allir fara að sínum mörkum.  Tíminn á sunnudögum er kl. 11 og er oftast 60 mínútna langur.  Við endum alltaf á slökun í heita salnum og allir fara út sveittir og sælir.