Fréttir

Góð skráning

Núna eru komnir 11 á Gravitynámskeiðið sem byrjar á mánudaginn, pláss fyrir 5 í viðbót.  Námskeiðið kostar aðeins 14.000 kr, og tækjasalurinn og aðrir tímar fylgja með.  Flott að prufa Hot yoga, spinning og þrektíma t.d.

Gravitynámskeið

Næsta Gravitynámskeið byrjar 27. júlí.  5 vikna námskeið, kennt kl. 17:30 á mánudögum og fimmtudögum.  Frjáls aðgangur í alla aðra tíma og tækjasal fylgir námskeiðinu.  Núna erum við með 16 bekki og því komast 16 manns að.  Gravity hentar öllum og þá sérstaklega þeim sem vilja styrkja sig og móta á öruggan hátt.  

Zumba í dag

Þórunn Kristín er í dansstuði og býður öllum í Zumbadans kl. 10:30 á Bjargi, kostar ekkert, opið fyrir alla.

Gravity fellur niður

Gravitytímann kl.8:15 föstudaginn 10. júlí fellur niður vegna sumarleyfa kennara. Bendum á tækjasalinn og það er alltaf hægt að fara í bekkina og æfa sjálf.

Þrek úti/inni

Tíminn á mánudögum sem heitir þrek úti/inni verður mest úti í sumar. Hugsaður sem útitími, en það voraði seint og því var hann inni til að byrja með.

Heitt

Það er Hot yoga í dag kl. 17:30 og svo er Hot Fit á undan kl. 16:30 og líka í fyrramálið kl. 8:15.  Æðislegir tímar, góðir kennarar og notalegur salur.

Hot Fit og Þrek

Síðasti Hot Fit tíminn á þriðjudegi kl. 16:30 verður næsta þriðjudag. Þrektíminn a fimmtudögum kl. 17:30 er hættur.  Þetta er vegna þess að mætingin er ekki sem skildi sem er ofur eðlilegt yfir hásumarið.  Bendum á alla hina tímana eins og t.d. Body Pump, spinning og þrektíma.

Hot yoga og Zumba

Hot yoga tíminn á sunnudögum er hættur. Síðast komu bara rveir. Fín mæting er á þriðjudögum og sá tími verður áfram í sumar. Zumbatíminn á mánudögum er líka kominn í frí. 

Team Bjarg í WOW hjólreiðakeppninni.

Það eru 10 kappar að fara að taka þátt í hjólreiðakeppninni í kringum landið og kenna sig við Bjarg, Team Bjarg. Hægt er að heita á þá. http://www.wowcyclothon.is/keppnin/keppandi?cid=5851 Við óskum þeim alls hins besta en flestir þeirra tóku þátt í Bláa Lóns þrautinni með frábærum árangri. 

Breytingar á tímatöflu

Sumarleyfinu fara að nálgast hjá flestum og þá fækkar fólki á Bjargi. Síðasti Zumbatíminn verður næsta mánudag. Þrek tímarnir á mánudögum og fimmtudögum eru líka í hættu en fylgist vel með. Tíminn í dag verður úti kl. 17:30.