Fréttir

Spinningáskorun

Við drógum í spinningáskoruninni sem lauk á föstudag.  Ana Maria og Hulda Ólafsdóttir unnu 6 mánaða þrekkort.  Til hamingju stelpur og allir hinir, takk fyrir þátttökuna.  Spinning er æði.

Frumflutningur á Body Balance 70 á miðvikudag.

Hóffa og Rannveig skiptu á tímum í þessari viku. Hóffa kennir heitan Body Balance á miðvikudag og frumflytur nýtt prógram með fallegri tónlist og enn fallegri og öflugri hreyfingum. Rannveig mætir svo á laugardaginn kl.10:30 með Hot fit eins og henni einni er lagið, sviti og stuð.

Troðfullt

Það hafa verið frábær viðbrögð við fría Hot yoga tímanum á mænudögum. Gott er að koma snemma og taka númer. Það var líka fullt í spinning áðan en við erum með um 40 hjól og að sjálfsögðu eina bestu spinningkennara landsins.

Gaman um helgina

Það er nóg að gera á Bjargi þessa dagana.  Margir eru að notfæra sér að það er frítt í alla tíma og salinn.  Það kom t.d. hópur kvenna frá Skagaströnd í Body Balance í morgun.  Abba er með happdrættisvinninga í lok hvers tíma og hefur náð að gleðja marga.  Blúnduskrautið og klútarnir seljast og allir eru duglegir að setja pening í söfnunarbaukinn.

Gravitynámskeið

Það er lokavikan á Gravitynámskeiðunum þremur núna.  Erum byrjuð að skrá á næastu 5 vikna námskeið.  Fellum út námskeiðið kl. 9:30 en hin verða inni, kl. 16:30 og 18:30 sem heitir Gravity/bolti.

Sterkur er sterkt! Fullt á karlanámskeiðið!

Lyftinganámskeiðið hjá Tryggva fylltist að sjálfsögðu og biðlistinn komst inn.  Hópurinn er góður og ekki amalegt að lyfta undir leiðsögn jafn hvetjandi þjálfara og Tyrggvi er.  Það tók tæpa viku að fylla á frítt námskeið fyrir karla 50 ára og eldri.  En það hafðist, 16 karlar eru komnir á blað og eiga kost á því að koma 3x í viku frítt í 4 vikur.

Salsa/Zumba leikfimi

Við ætlum að breyta Zumbatímunum næstu 4 vikurnar í skemmtilega blöndu af dansi og æfingum.  Tímarnir verða áfram opnir fyrir alla sem eiga þrekkort eða 10 tíma kort.  Settum upp námskeið fyrir þær sem vilja prufa í 4 vikur og þessir tímar byrja mánudaginn 5. október.  Barnshafandi konur fá 50% afslátt af námskeiðinu en Arna Benný sem kennir er einmitt barnshafandi.  Nú er bara að láta þetta berast og hvetja alla til að skrá sig á ódýrt námskeið í október.

Matreiðslukennsla

Abba verður með matreiðslukennslu fimmtudaginn 8. október kl. 20.  Hún auglýsti þetta fyrst kl. 18:45 en það er einn hópur sem er þá í tíma og ekki búin fyrr en 19:30.  Kennslan er fyrst og fremst fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi.  Lífsstíl, Gravity, Dekurnámskeiði, Gravity/Bolta og Nýju útliti.  Aðrir sem vilja koma borga 1000kr.  Mest allt nýjar uppskriftir, einfaldur og ódýr matur.  Fullt af smakki og eitthvað sætt í lokin.  Kennslan fer fram í eldhúsinu í kjallaranum.

Frítt í Hot yoga

Við eigum 15 ára afmæli í október og ætlum að halda vel uppá það. Eitt er að bjóða frítt Hot yoga á mánudögum.  Það er nóg pláss,  frábærir kennarar, heitur og góður salur og heitur pottur og gufubað í boði eftir tímann. 

Frítt fyrir alla sem eru í krabbameinsmeðferð í október.

Október er bleikur mánuður og hefur helgast þeim sem eru í krabbameinsmeðferð.  Við viljum leggja okkar að mörkum og gefum öllum sem eru á þeims stað í lífinu frítt í október.  Hvetjum fólk til að prufa tíma, tækjasal, heita potta og gufubað.  Ef fólki líkar vel getur það haldið áfram án þess að borga krónu meðan á meðferð stendur. Abba er t.d. að kenna Hot Fit á þriðjudögum og fimmtudögum kl 8:15.  Bendum líka á Gravitytímana á þriðjudögum og föstudögum kl. 9:30.