07.12.2015
Vegna ferlegrar veðurspár þá ætlum við að loka kl 18 í dag. Hot yoga, spinning og lífsstíls tíminn falla niður. Dekurtíminn kl 16:30 er inní og bendum við lífsstílsgellunum á að mæta þar ef þær geta.
05.12.2015
Tækjasalurinn verður opinn í dag til kl. 14. Ólatíminn verður kl. 9 en aðrir tímar falla niður vegna veðurs.
27.11.2015
Besta jólagjöfin fyrir marga er líkamsræktarkort. Hvernig væri að gefa unglingnum mánaðarkort í tækjasalinn fyrir 8.600 kr. Sumir eru flottir á því og kaupa árskort og gefa sínum nánustu.
21.11.2015
Flest námskeiðin okkar eru fram í miðjan desember. Það fækkar yfirleitt á þeim í desember og frekar fáir sem klára. Allir sem klára námskeið geta æft frítt út árið. Það er því mikilvægt að klára það sem maður byrjar á, ekki gefast upp eða halda að eitthvað annað sé mikilvægara en góð heilsa.
16.11.2015
Það voru því miður ekki nógu margir að mæta í heitu tímana kl. 8:15 á morgnana. Þeir eru því hættir. Bendum á opinn Hot Fit tíma kl. 17:30 annan hvern miðvikudag. Einnig er hægt að komast í heita Pilates/þrektíma með því að fara á námskeiðið Nýtt útlit sem er kl. 16:30 á þriðjudögum og fimmtudögum.
10.11.2015
Við vorum með uppgjör og verðlaunaafhendingu eftir fyrstu 8 vikurnar hjá Lifsstílnum. Eins og oftast á þessum námskeiðum var ein búin að léttast um rúm 10 % á 8 vikum og nældi sér í 6 mánaða þrekkort fyrir það. Sama konan léttist hlutfallslega mest og tók af sér flesta sentimetra. Hún fékk 2 mánaða þrekkort fyrir hvort um sig og gekk því út með 10 mánaða kort. Glæsilegur árangur.
02.11.2015
Fría karlanámskeiðinu er að ljúka núna á moðvikudaginn. Strákarnir er ánægðir með Gravitytímana og vilja halda áfram. Við ætlum því að prófa 4 vikna námskeið með tímum 3x í viku. Gravity kl. 19 á miðvikudögum og kl. 10:30 á laugardögum. Spinning á mánudögum fyrir þá sem vilja. Skráning er í gangi og þetta námskeið kostar 15.000 kr. og það er pláss fyrir 16 stráka á öllum aldri. Byrjum 11. nóvember.
29.10.2015
Það gengur frekar illa að halda úti opnum tímum kl 16 : 30. Síðasti Salsaleikfimitíminn er í dag. Bendum þeim sem eiga þrekkort á Gravitytímana kl. 16:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Einnig er hægt að fara í heitu þrektímana á sömu dögum, Nýtt útlit og Dekurnámskeið á föstudögum.
27.10.2015
Við höfum boðið uppá heita þrektíma tvisvar í viku kl. 8:15. Nú fækkun við þeim og næsta fimmtudag verður síðasti tíminn í bili á fimmtudegi. Þriðjudagstímarnir halda áfram og mjög líklega kennum við Body Balance og Hot Fit til skiptis.
20.10.2015
Gravitytímann á miðvikudögum kl. 16:30 er hættur en í staðinn höfum við opnað tímana kl. 16:30 á þriðjudögum og fimmtudögum fyrir þá sem eiga þrekkort. Þetta er Gravitynámskeið en það er ekki fullt, alltaf nokkrir bekkir lausir. Þau sem eru á námskeiði ganga fyrir.