Hádegisyoga

Abba er búin að vera að kenna Hot yoga í hádeginu á föstudögum.  Það er frekar léleg mæting og flestir velja þrektímann framyfir Hot yogað. Síðasti tíminn verður því á morgun kl. 12:10.  Bendum á alla hina tímana og t.d. eru enn tveir tímar í boði á fimmtudögum, kl. 6:10 og 17:20.  Á sunnudögum er öruggast að vera búin að sækja sér númer 10 mínútum fyrir tímann til að vera öruggur með pláss.  Núna er Bryndís yogakennari kominn aftur eftir um tveggja mánaða fjarveru vegna puttabrots.  Hóffa kennir í dag og er að koma tilbaka eftir veikindi.