23.10.2014
Þrektíminn kl. 16:30 er að stækka og fleiri og fleiri að átta sig á honum. þrektímar á Bjargi eru ótrúlega
fjölbreyttir og enginn tími eins. Þreksalurinn okkar er vel búin tækjum. Þar eru 8 líkamsræktartæki, 40 spinninghjól, 12
Gravitybekkir, fullt af pöllum, lóðum, stöngum, boltum, bjöllum og teygjum. Við teljum svo stigann með tækjunum því hann er töluvert
notaður.
Núna er hægt að skipta salnum í tvennt og stundum eru tveir tímar í gangi, spinning og Gravity t.d. Anna, Óli, Jonni, Tryggvi,
Guðríður, Andrea og Tóta sjá um þrektímana á Bjargi. Þau eru troðfull af hugmyndum og láta fólk taka vel á
því.