Fréttir

Fullt á nokkur námskeið strax

Gravity námskeiðin tvö kl 17:30 og 18:30 voru fljót að fyllast eins og Nýtt útlit kl 16:30.  Laust er á önnur námskeið en lífsstíllinn kl 18:30 er orðin nokkuð fjölmennur.  Auglýsningin kom í dag um Body Fit, Gravity Extra og mömmuþrekið og skráningin tók mikinn kipp og eru örfá sæti laus á t.d. Gravity extra námskeiðinu.  Þau sem borga námskeiðin strax geta byrjað að æfa núna og fengið allar mælingar strax sem er mikill plús.

Skólakort á afslætti

Við höfum boðið framhaldsskólanemum og kennurum 50% afslátt af árskorti ef skólinn nær að safna ákveðnum fjölda, 100manns.  Þessi söfnun stendur yfir í apríl og kortin eru seld í maí.  Nýnemar missa af þessu tilboði og því bjóðum við þeim sama díl að hausti ef þeirra skóli hefur náð 100 manna tölunni í apríl.  Kortið kostar því 33000kr (eins og var í apríl).  Hægt að kaupa í afgreiðslu á Bjargi en þarf að sýna skólakort. Kortið gildir frá 1. júní 2012 til 1. júní 2013.

Body Fit

Nú verður hægt að koma á Body Fit námskeið kl 6:10 á morgnana.  það er einstaklega notalegt að byrja daginn inní volgum sal og gera góðar æfingar fyrir djúpu kvið og bakvöðvana, læri og rass.  Þessir tímar eru góðir fyrir alla því ef bakið er ekki í lagi þá er lífið ómögulegt.  Hitinn í salnum mýkir liðamót og vöðva og allar æfingarnar skila því meiri árangri.  Þægileg tónlist, engin læti og allir berfættir.  Notum líka foamrúllurnar góðu með boltunum og léttu lóðunum.

Gravity Extra

Við ætlum að halda áfram að sinna þeim sem eru í yfirþyngd og Gravity Extra er fyrir þann hóp.  Gravity 2x í viku og þoltími, inni eða úti einu sinni í viku.  Aðahald og fræðsla fyrir þá sem vilja.  Það er gott að hefja sína líkamsrækt á Gravity námskeiði.  Bekkurinn var hannaður í upphafi sem endurhæfingabekkur og er notaður sem slíkur og er því ótrúlega góður fyrir alla, bakveika, hnéslæma og of þunga.  Byrjum 11. september og tímarnir eru á eðaltím, kl 16:30 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.

Brúðkaup

Það var brúðkaupsveisla í stóra salnum um helgina.  Ekki var hægt að sjá að þetta væri líkamsræktarsalur þegar búið var að rusla öllum lóðum, dýnum, pöllum....út og setja inn borð og stóla.

Mömmuþrek

Hulda Elma og Guðrún eru miklar mömmur og afrekskonur í hlaupum, blaki og íshokký.  Þær hafa verið með námskeið fyrir nýbakaðar mæður undanfarin 3 ár og eru byrjaðar að undirbúa næsta námskeið sem byrjar 13. september. 6 vikur, tímar 3x í viku, frí barnagæsla, fróðleikur um næringu og þjálfun eftir fæðingu og umfram allt frábær félagsskapur. 

Engin Zumba á laugardaginn

Það verður brúðkaupsveisla í salnum okkar á laugardaginn og því fellur Zumban niður þann daginn, því miður.

Skráningin í námskeiðin fer vel af stað

Fyrsta auglýsingin kom í gær og það er strax fullt á tvö námskeið, nýtt útlit kl 16:30 og Gravity kl 17:30. 

Zumban að byrja aftur!

Eva er mætt úr sumarfríi og mun kenna í dag kl 16:30.  Hinir tímarnir eru líka komnir inn kl 17:30 á fimmtudögum og 11 á laugardögum.  Mætum og dönsum með Evu!

Haustið 2012

Opnunartíminn lengist 27. ágúst og þá fer barnagæslan á fullt.  Ný tímatafla tekur við 3. september.  Hún er full af spennandi tímum og námskeiðum.  Breytum ekki miklu frá því í fyrra nema að Óli ætlar að vera með spinning í 20-30 mín og CrossFit í 20 mín. tvisvar í viku kl 6:10.  Þá verður Body Fit boltanámskeið í boði kl 6:10 og 6x6x6 námskeið kl 6:10, já það verður nóg í boði fyrir morgunhanana fyrir utan spinningtímann hans Tryggva á föstudögum og CXWORX á miðvikudögum.