07.05.2012
Það er góður hópur búinn að vera á lífsstílsnámskeiðunum
02.05.2012
Það er afspyrnu rólegt hér yfir sumarið og þá sérstaklega yfir miðjan daginn, á föstudagseftirmiðdögum og á
sunnudögum. Því er á döfinni að reyna að þjappa fólki betur saman á þeim tíma sem opið er. Í
júní og júlí er ætlunin að opna kl 8:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og hafa opið til kl 14:00. Opna svo aftur kl 16 til
19. Mánudagar og miðvikudagar verða eins og hefur verið frá 6 til 19. Föstudagar yrðu þá frá 6-14:00 og etv. lokað á
sunnudögum. Fólk er meira og minna í burtu allt sumarið í sumarfríum sem er bara eðlilegt.
29.04.2012
Ekki voru nógu margir viljugir að taka þátt í vorhreingerningu Öbbu. Það verður því enginn morgunmatur á Bjargi í
maí. Vonum samt að fólk vandi sig við morgunmatinn sem er mikilvægasta máltíð dagsins. Flestir Íslendingar borða Cheerios á
morgnana, ekki góð undirstaða fyrir daginn.
25.04.2012
Það eru 40 manns á hlaupanámskeiðinu hjá Sonju, Rannveigu og Óla. Fyrsta vikan af 6 er í gangi núna og stemmingin góð í
sólinni.
Opnu tímarnir sem voru í allan vetur falla niður meðan á námskeiðinu stendur. Sjáum til hvað tekur við eftir námskeið.
25.04.2012
Síðasti Gravity plus tíminn verður á morgun og á föstudag verður síðasti CrossFit tíminn kl 8:30. Hot Yoga timinn á
sunnudögum er úti, Gravitytíminn á mánudögum sömuleiðis og spinning kl 17:15 á þriðjudögum. Þannig að
það er einn opinn Gravitytimi eftir á þriðjudagsmorgnum. Enn er tveir CrossFit tímar inni kl 6:10 á morgnana. Við munum halda megninu af
morgun og hádegistímunum inni í sumar og vera með 2-3 tíma í boði seinni partinn.
23.04.2012
Undanfarin 2-3 ár höfum við boðið framhaldsskólunum og HA á Akureyri 50% afslátt af árskorti gegn því að þeir safni 100
undirskriftum. Núna er verið að safna í öllum skólum og tilboðið á við kennara, nemendur og starfsfólk. Sala korta fer svo fram
í maí á Bjargi og kortin fara í gang 1. júní. Bendum nýnemum á að þeir geta verið með. Munum reyna að sinna
þeim nýnemum sem misstu af tilboðinu í maí í haust. 33000kr fyrir árskort er geysilega vel boðið og innifalið er öll okkar
aðstaða, timar og barnagæsla.
23.04.2012
Það fylltist á vaxtamótunarnámskeiðið á einum degi og kominn stór hópur á biðlista. Abba ætlar að finna
tíma fyrir annan hóp. Þriðjudagar og fimmtudagar verða kl 16:30 fyrir báða hópa, heitur tími í salnum niðri.
Gravitybekkirnir eru 12 og því þurfum við að finna tíma á hinum dögunum fyrir Gravity. Hún mun hafa samband við alla á
biðlistanum á morgun.
18.04.2012
Mánudaginn 30. apríl styttist gæslutíminn seinni partinn og verður til kl 18:30. Mjög fá börn hafa verið í gæslunni seinni
partinn yfir sumarið, en oftast nóg að gera á morgnana. Í sumar munum við halda áfram að bjóða gæslu 3x í viku á
morgnana en breytum í 2x í viku seinni partinn, á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 16:15-18:30. Erum ekki búin að dagsetja
hvenær þessi breyting verður, líklega í kringum 20. maí.
16.04.2012
Við ætlum að skella á einu námskeiði fyrir sumarið.
16.04.2012
Það verður lokað hér á sumardaginn fyrsta. Síðasta föstudag voru frekar fáir í seinniparts tímunum. Við
búumst ekki við mörgum næsta föstudag, margir í burtu í löngu helgarfríi og hinir að stússast í Andrésarleikunum.
Þess vegna fellum við Body Vive og spinningtímann út.