Fréttir

Viltu losna við síðustu 4-6 kílóin

6x6x6 áskorun fyrir konur er frábært námskeið fyrir þær sem vilja komast í gott form á 6 vikum og endanlega taka af þessi síðustu kíló sem eru oft svo erfið.  Sex mismunandi æfingar yfir vikuna, frábær prógröm í tækjasal og kennsla, Hot Yoga, spinning, heitir bolta og CXWORX tímar, Body Vive og Zumba.  Þetta er blanda sem klikkar ekki.  Næsta námskeið hefst 28. febrúar, skráning stendur yfir.

Flott keppni!!!

Bjargmeistarinn var í morgun og tókst einstaklega vel.  Skemmtileg braut, skýr og vel upp sett.  Góðir dómarar og frábærir keppendur.  Strákarnir byrjuðu og það kom ekki á óvart að Unnsteinn Jónsson skyldi sigra á tímanum 7,34 mín. Frjálsíþrótta/knattspyrnukonan Freydís Anna Jónsdóttir sigraði kvennaflokkinn á 9,18 mín og tvær stelpur ú mömmucrossfit hópnum gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í tvenndarkeppninni en þær heita Birna Blöndal og Írena Elínbjört Sædísardóttir, á 6,30 mín.  Verðlaunin komu frá Veitingastaðnum RUB 23, Kaffi Költ, Sportveri og kort og bolir frá Bjargi. Tryggvi hafði umsjón með keppninni og var kynnir en þjáfarar og kennarar Bjargs sáu um að setja saman þrautirnar, dæma og framkvæma.  Keppnin er komin til að vera og er stefnana að hafa hana etv. oftar en einu sinni á ári.

Fullt af námskeiðum og skráning í gangi

Tvö CrossFit námskeið byrja 23. febrúar, 4 vikur kl 6:10 fyrir alla og 6 vikna mömmuCrossFit.  6x6x6 áskorun fyrir konur byrjar  28. febrúar og er skráning byrjuð á það námskeið.  Body Fit boltanámskeiðið byrjar 20. febrúar, 4 vikur og 3 tímar í viku.  Næsta Skvísunámskeið fyrir konur 50 ára og eldi byrjar 29. febrúar.  Skráning er komin vel á veg í sum þessi námskeið sem eru mjög vinsæl og því öruggara að skrá sig sem fyrst.  Þeir sem borga við skráningu geta byrjað strax að æfa. 

CrossFit tími hættir

CrossFit tíminn kl 17:15 á mánudögum er hættur.  Óli lét alla vita af þessu í síðasta tíma.  Mæting hefur verið dræm og því ekki grundvöllur til að halda úti tíma.  Bendum á að það er hægt að taka æfingu dagsins inní CrossFit salnum fyrir áhugasama, hann er opinn.

Flottir frjálsíþróttakrakkar

Frjálsíþróttafólk UFA er mjög áberandi hér hjá okkur á Bjargi og æfa stíft með Gísla Sigurðssyni þjálfara sínum.  Þau náðu frábærum árangri á MÍ um helgina.  Hafdís Sigurðardóttir varð fimmfaldur íslandsmeistari og var að bæta sig t.d. í 400m hlaupi eins og Kolbeinn Höður sem setti íslandsmet í þeirri vegalangd í sínum aldursflokki og varð annar í hlaupinu, frábær árangur hjá þessum unga pilti. Fleiri voru að bæta sig og vinna til verðlauna eins og t.d. stelpurnar í 4x400m boðhlaupi, komu á óvart og sigruðu.  Við erum stolt að geta stutt við þetta efnilega íþróttafólk og óskum þeim og Gísla til hamingju með árangurinn.

Brjálaður dans á Bjargi

Er að hlusta á Evu kenna Zumbuna í diskóljósunum og 40 konur í svaka stuði.  Það er ótrúlega flott stemming í öllum danstímunum á Bjargi.  Eva fer hamförum í Zumbunni þrisvar í viku, Body Jammið og Sh´bam eru svo á föstudögum og laugardögum og þar kennur Gerður Hip Hoppari líka.  Þær ætla að kenna saman næsta laugardag nýja Body Jammið kl 13:00 og það er opið fyrir alla og ekkert aldurstakmark.

Fullt á þremur Gravitynámskeiðum.

Við þurfum ekki að auglýsa vinsælustu Gravitynámskeiðin sem eru tvö fyrir vefjagigtarhópa og eitt fyrir alla.  Ný námskeið byrjuðu í gær og á mánudag.  Biðlisti er inn á öll námskeiðin og konurnar sem eru í vefjagigtargravity námskeiðinu eru margar búnar að vera í nokkur ár.  Gravity er snilldarleikfimi fyrir stoðkerfið og hentar því þeim sem þurfa að styrkja sig en fara varlega. Sjúkraþjálfarar sjá um kennsluna í vefjagigtarhópunum og sjá um að svara spurningum og strá gullkornum til þátttakenda.

Skráning í gangi á næstu námskeið

Næsta CrossFit námskeið frestast og byrjar 23. febrúar,

Sveitaballaþema í spinning

Tryggvi og Anný eru alltaf í stuði og núna er það sveitaballaþema í spinning á morgun.  Þið þurfið ekki að mæta í sveitaballadressi heldur ætla þau að spila æðislega tónlist sem hægt er að tengja sveitaböllunum.  Land og synir, Sólstrandagæjarnir, Sálin og Sólin???  Tímarnir eru kl 16:30 og 17:15.

Matreiðslukennsla

Abba verður með matreiðslukennslu á miðvikudaginn kl 20.  Þetta er hugsað fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi.  það er vel fullt og varla pláss fyrir fleiri.  Hún ætlar að gera einfaldan og 70% hollan mat og góðu hráefni, lífrænu í bland.  Engar öfgar og þetta tekur um klukkutíma.  Fullt af smakki oh allir fá uppskriftirnar, 500kr á mann.