Fréttir

Mömmurnar að klára

Það var síðasti tíminn hjá stelpunum á mömmuCrossFit námskeiðinu í morgun.  Gaman að sjá krílin hjálpa til við teygjurnar og liggjandi á dýnum inní salnum meðan mömmurnar puða.  Sum eru útí vagni og önnur í gæslunni.  Erum byrjuð að skrá á næsta námskeið sem hefst 12. janúar.  Þær sem borga við skráningu geta byrjað strax að æfa og æft frítt fram að námskeiði.

Fækkum tímum

Í næstu viku fækkar tímum nokkuð og á mánudag verður ekkert pump kl 6:10 og Jógað kl 20 verður ekki.  Annars er best að skoða tímatöfluna vel, hún er rétt hér á heimasíðunni.  Færðum opna CrossFit tímann kl 8:30 af þriðjudegi yfir á mánudaga, örugg barnagæsla þar.

Skráning á námskeiðin byrjar vel

Við erum byrjuð að skrá á 7 mismunandi námskeið sem byrja í janúar á næsta ári.  Auglýsingin kom í N4 dagskránni í gær og það er komin slatti á öll námskeiðin og sum komin langt með að fyllast.  Allir sem borga við skráningu geta byrjað að æfa strax og fá þannig rúman mánuð frían.  Nýtt námskeið er 6x6x6 áskorun fyrir karla.  Bryndis og Sonja ætla að sjá um að láta kílóin fjúka af körlunum og koma þeim í toppform.  Sniðug jólagjöf stelpur fyrir hann???

Örar og miklar breytingar á tímatöflu

Í næstu viku detta eftirtaldir tímar út:  Body Pump kl 6:10 og Yoga kl 20 á mánudegi. Tabata/ CrossFit í hádeginu og Boxercise kl 18:30 á þriðjudegi, Body Cobat og Body Jam á miðvikudögum.  Gravity 16:30 og CXWORX kl 17:30 á fimmtudegi og Body Attack og Body Vive á föstudegi.  Athugið að 6x6x6 námskeiðið er búið og því er ekki Zumba á laugardaginn kl 11:30.  Það eru svo fleiri tímar á leiðinni út, fylgist vel með.

Bjargvættir hlaupahópur

Sonja og Rannveig eru komnar með heimasíðu fyrir hlaupahópinn sinn www.bjargvaettir.com.   Þar eru helstu tilkynningar og æfingaáætlanir settar inn.  Þar er líka hægt að fylgjast með hvaða hlaup eru á döfinni, eins og vetrarhlaup UFA sem eru síðusta laugardag í mánuði kl 11 og byrja hér við Bjarg og enda og allir komast frítt í heita pottinn á eftir.  Næsta hlaup er svo Gamlárshlaupið, kl 11 á Gamlársdag og alltaf svaka stemming þar. 

Frumflutningur á Body Pump og Body Balance

Anna og Jóna frumflytja nýtt Body Pump næsta þriðjudag kl 17:30.  það eru 20 ár frá því fyrsta pumpið kom út og því verður happdrætti og rautt jólaþema í tímanum.  Allir mega taka með sér gesti, kostar ekkert.

Breytingar á tímatöflu!

Nú er desember að ganga í garð og þá fækkar alltaf í tímum og tækjasal.  Síðustu Body Attack og Body Vive tímarnir á þessu ári verða næsta föstudag.  Þetta er líka síðasta vikan þar sem allir opnu Gravitytímarnir verða inni.  Síðasti Boxercise tíminn verður næsta þriðjudag og síðasti Body Combat næsta miðvikudag.  Hot Yoga á sunnudögum verður ca tvisvar í viðbót og Body Jam á miðvikudegi fellur niður eftir næstu viku.  Sjáum til með konutímana og Yoga tímana.  Fylgist vel með töflunni.

Skráning á námskeið

Við byrjum að skrá í öll námskeiðin sem byrja í janúar í byrjun desember.  Allr sem borga við skráningu geta byrjað að æfa og þannig æft frítt í desember.  Allir sem eru að klára námskeið í byrjun desember æfa frítt út árið.  þannig að við viljum sjá fullt af fólki hér í desember og fram að áramótum.

Námskeið í jólagjöf!

Hvernig væri að gefa 6x6x6 námskeið í jólagjöf?  Gefa makanum námskeið til að komast í betra form?  Gravitynámskeið á 13900kr fyrir mömmu t.d.  Lífsstílsnámskeið, CrossFit eða Body Fit boltanámskeið.  Sniðug gjöf og smá pressa á viðkomandi að drífa sig af stað.

Allir í Zumbu!!!

Það er frábær mæting í Zumbu danstímana á Bjargi.  Yfir 50 konur á öllum aldri koma, sveifla mjöðmunum, fylla á gleðihormónin og styrkja kvið og bak.  Tímarnir eru á mánudögum kl 16:30, fimmtudögum kl 18:30 og svo er aukatími fyrir áhugasamar á laugardögum kl 11:30.  Streytulosandi tímar og þannig er öll líkamsrækt hvað sem hún heitir, losar um spennu og hjálpar okkur að takast á við lífið.