Fréttir

Línudans á þriðjudögum kl 20:00

Berglind Rafnsdóttir verður með opinn kynningartíma í línudansi í kvöld kl 20 hér á Bjargi. Hún ætlar svo að dansa niðri með byrjendum og lengra komnum alla þriðjudaga kl 20 í október og nóvember.

Frumflutningur á Body Pump og Body Balance

Anna og Jóna ætla að fumflytja nýtt Body Pump á dag kl 17:30. Allir mæta rauðir og brjálaðir í nýjar æfingar. Hóffa og Abba frumflytja síðan nýjan Balance á miðvikudaginn kl 18:30.

Lítið notuð barnagæsla á föstudögum

Það eru þrír tímar í boði seinni partinn á föstudögum og þokkaleg mæting í þá. Hingað til hefur bara eitt barn komið í gæslu á föstudögum. Við munum halda föstudögunum inni út mánuðinn en fella gæsluna niður eftir það.

Tryggvi með Ólatíma

Tryggvi sér um Ólatímann á morgun. Ólatíminn er langur og erfiður þrektími þar sem allt er leyfilegt, eða fátt bannað. Fullt af góðum æfingum,

APPELSÍNUGUUULLLTTT!!!!

Það voru margir ansi appelsínugulir í gær. Konurnar 50 í Zumbunni voru flottar en krakkarnir í unglingaþrekinu fóru alla leið.

Breyting á Hot Yoga

Hot Yoga tíminn á fimmtudögum færist fram um hálftíma og verður því kl 18:00, og við byrjum á morgun TAKIÐ EFTIR. Við ætlum líka að stytta Hot Yoga tímann á þriðjudögum kl 17:30 í 60 mínútna tíma.

Spennandi kjarnatímar á döfinni.

Það verður kennaranámskeið í CXWORX um helgina á Bjargi. Þetta er nýtt 30 mínútna kerfi frá LesMills sem framleiða Body Pump og fleira. Tímarnir eru fyrir kjarnann, þ.e. frá lærum að öxlum.

Appelsínugulur dagur á fimmtudag!

Fimmtudaginn 22. september verður appelsínugult þema á Bjargi. Við eigum ýmislegt appelsínugult sem verður dregið fram og allir sem vilja og geta mæta í einhverju appelsínugulu eða með

Gott veður og troðfullir tímar.

Það mættu yfir 40 manns í Ólatímann í morgun og í Lífsstílinn. Brjálað stuð í Jamminu og um 20 konur. Hvar eru strákarnir?

Frumflutningur á Body Jam

Eva og Gerður ætla að frumflytja nýtt Body Jam á laugardaginn, þ.e. á morgun kl 13:00. Geggjuð spor við flottustu lögin, þær í banastuði og allir mæta með brosið og kannski