Fréttir

CrossFit, CrossFit

Næstu grunnnámsekeið í CrossFit og þau síðustu fyrir jól hefjast 3. nóvember. Námskeiðið á morgnana kl 6:10 er fyrir bæði kynin og Birna kennir. Námskeiðið kl 8:30 er fyrir konur og stelpur og Elma og Guðrún kenna. Þriðja námskeiðið er svo 6 vikna mömmu CrossFit

Ný Gravitynámskeið

Næstu Gravitynámskeið byrja 24. og 31. október. Það eru hópar á morgnana í boði, kl 6:15 og 8:30. Seinni partinn eru hópar kl 17:30 og 18:30, en það eru tímar fyrir fólk með vefjagigt

Nýr lífsstíll, seinni hluti

Nú eru 7 vikur að klárast á lífsstílsnámskeiðinu. Flestir eru skráðir á 14 vikna námskeið en nokkrir hætta núna og því er laust á bæði morgun og kvöldnámskeið fyrir þau sem vilja koma inní og klára seinni 7 vikurnar.

6x6x6 áskorun að enda og byrja!

Síðasti tíminn hjá 6x6x6 námskeiðinu er á morgun kl 16:30. Happdrætti og verðlaun fyrir þær sem hafa náð 6 kg markinu á 6 vikum. Fyrsti tíminn hjá nýja hópnum er á laugardaginn kl 11:30. Abba getur mælt þær sem geta mætt á morgun og föstudag til að minnka álagið á laugardeginum.

Frumflutningur á Body Combat í dag

Anna, Inga Steinlaug og óvæntur gestur ætla að frumflytja Combat í dag kl 17:15. Þol, styrkur og snerpa fylgir æfingunum sem koma úr boxi, taikwondo og fleiri bardagaíþróttum.

Yoga fellur niður í hádeginu

Yogatíminn sem átti að vera í hádeginu fellur niður í dag. Bryndís og Abba eru báðar á suðurleið. Munum líklega færa þennan tíma yfir á fimmtudaga.

14 einkaþjálfarar á Bjargi

Það er gott að fá sér einkaþjálfara þegar hugmyndaflugið í tækjasalnum er ekkert, framfarir engar og vigtin fer upp.

8 Les Mills kerfi

Við sögðum í auglýsingu í dagskránni fyrir stuttu að við værum með 7 Les Mills kerfi. Gleymdi Body Balance og því erum við sú stöð á Íslandi sem kennir flest Les Mills kerfi eða 8.

Salsa á laugardaginn

Eva, Gerður og Abba eru Body Jam kennarar Bjargs. Þær eru allar að fara á námskeið í nýjum, æðislegum dansstíl næsta laugardag og verða því allar fyrir sunnan. Við fengum gestakennara

Annar bekkur menntaskólans í leikfimi á Bjargi

Við fáum 8 bekki í Hot Yoga í þessari og næstu viku. Krakkarnir koma úr Menntaskólanum og er þetta góð kynning fyrir þau á einum vinsælasta tímanum hjá okkur.