Fréttir

Zumba á fimmtudag

Það verður Zumba á morgun, fimmtudag kl 18:30.  Gleymdist bara að setja hana inn í töfluna eftir jólafríið. Það verða engir tímar eftir hádegi næsta föstudag vegna þrettándans.  Á laugardaginn verður bara Ólatími.  Ætlum að klára jólin á föstudeginum, leyfa ykkur að taka niður skrautið um helgina og mæta svo brjáluð á mánudaginn.  þá koma allir tímar inn eins og Body Jam og Sh´bam, Combat og fleira.  Boxercise tímarnir falla niður á vorönninni.  Body Pumpið á mánudagsmorgnum kemur inn eftir miðjan janúar.  Við munum líklega setja inn opinn Gravitytíma á þriðjudagsmorgnum kl 6:10 og svo er möguleiki á Body Fit boltatíma á fimmtudagsmorgnum kl 6:10.

Leandra og Megan glaðar í pottinum

Þessar stelpur frá USA voru skiptinemar hér sl. sumar og komu í heimsókn til Íslands til að eyða áramótunum á landinu kalda.  Hvergi betra að vera segja þær og brosa í frostinu. 

Nýtt fyrir karlana!!!

Skráning á námskeiðin okkar fer vel af stað.  Við erum með námskeið sem ættu að henta öllum.  það sem er nýtt núna er 6x6x6 áskorun fyrir karla.  6 vikna námskeið þar sem æft er 6x í viku og 6 kg fara ef farið er eftir öllu sem lagt er fyrir.  Sonja Sif og Bryndís Arnars munu sjá um að liðka, styrkja, létta og bæta karlana á þessu námskeiði.  Vikuleg fræðsla í netpósti og mikið aðhald fyrir þá sem það vilja.  Þeir fá Hot Yoga, Body Pump, spinning, útitíma og svo alvöru prógramm í tækjasalinn og góða kennslu.   

Myndir

Erum búin að setja inn fullt af myndum úr áramótatímanum og Gamlárshlaupi UFA.

Um 80 manns hlupu í Gamlárshlaupi UFA

Ágætis þátttaka var í Gamlárshlaupi UFA í gær.  8 manns gengu 10 km en restin hljóp 5 eða 10 km í fínasta veðri og bærilegri færð.  Rannveig Oddsdóttir og Bjartmar Örnuson komu fyrst í mark í 10km hlaupinu og fengu glæsilegar flugeldatertur í verðlaun.  6 tertur og gos voru í útdráttarverðlaununum, ásamt eins, tveggja og þriggja mánaðarkortum frá Bjargi, Gravitynámskeiði og tveimur Bjargtreyjum.  Rub 23 bauð öllum þátttakendum súpu og Bakaríið við brúna sá um brauðið.  Abba og Óli sáu svo um að gera umgjörðina notalega með dýnum, kertum, borðum, stólum og tónlist.  Stefnum á 100 manns að ári.

Brjálað stuð í áramótatímanum

Það komu um 80 manns í áramótatímann og langt síðan við höfum séð svo marga.  9 kennarar sáu um kennsluna í 4 sölum.  Margir mættu í skrautlegum búningum en allir með góða skapið meðferðis. 

Zumbapartý í dag

Eva verður með áramóta zumbapartý í dag kl 16:30.  Það verður funheitur tími og við hvetjum alla til að mæta í dansdressi eða bara einhverju gleðilegu, jólalegu eða áramótalegu.

Skráning á námskeið í fullum gangi

Skráning er langt komin á sum námskeið en nóg pláss enn á öðrum. 

Áramótagleði

Erum byrjuð að undirbúa áramótatíma Bjargs.  Núna verður happdrætti í lok tímans fyrir alla sem lifa af 2 klst.  Hvetjum ykkur til að mæta í skrautlegum klæðnaði.  kannski bara með jólabindið eða með eitthvað á höfðinu eða taka þetta alla leið með búningi uppúr og niðrúr.

Þrektími og Hot Yoga í dag

Vonandi höfðu allir það gott um jólin og eru tilbúnir að byrja aftur.  Það verður stór þrektími hjá Óla kl. 17:30 í dag og Hot Yoga á sama tíma í heita salnum á neðri hæðinni, um þann tíma sér gestakennarinn Guðmundur sem hefur áður komið til okkar sem gestakennari.