Fréttir

CXWORX

Abba og Anna ætla að frumflytja nýtt CXWORX í hádeginu á morgun.  Æðislega öflugt og skemmtilegt kerfi fyrir kjarna líkamans.  Áskoranir um að klára erfiðar æfingar en líka auðveldari möguleikar.  Þú finnur mun eftir tvo til 3 tíma.  Happdrætti í lok tímans.

Body Pump og Body Step

Búið er að frumflytja nýtt Body Pump og Body Step.  Hvetjum alla til að prufa þessa tíma.  Pumpið er vinsælasti hóptimi veraldar og kenndur út um allan heim.  Sama má segja um steppið.  Það er pallatími með áherslu á styrk og þol.  Einföld spor en fullt af flottum æfingum og áskorunum.  Ef þú vilt stynnari rass, sterkan kjarna, flott læri og meira þol þá er Body Step tími fyrir þig.

Hot Yoga á sunnudögum

Það eru of fáir að mæta í Hot Yoga á sunnudögum miðað við kostnað og umstang.  Við ætlum samt að gefa tímanum séns og færa hann til um klukkutíma.  Tíminn næsta sunnudag verður því kl 10:05 og kennarinn lætur vita í upphafi tímans hvort hann verður í 60 mínútur eða lengri.  Klukkutíma tímarnir virðast vera vinsælastir þó kennurunum þyki 90 mínúturnar bestar.  Það þarf ekki að skrá sig í þessa tíma, bara mæta.  Allir sem æfa íþróttir á Akureyri innan IBA geta komið í þennan tíma og borga aðeins 500kr. 

Frábær árangur hjá 6x6x6 áskorun fyrir karla og konur.

Karlarnir kláruðu 6 vikna áskorunina í morgun og konurnar í síðustu viku.  Þetta er áskorun fyrir fólk sem treystir sér til að æfa 6x í viku, komast í gott form og losna við síðustu 4-6 kílóin.  Meðallétting á báðum námskeiðunum var um 4 kíló en sentimetrarnir fuku og þolið, styrkurinn og brosið hafði aukist.  Annað námskeið hófst hjá stelpunum á þriðjudag og nýtt karlanámskeið fer af stað eftir rúma viku.

Gravity námskeiðin virka

Næstu Gravitynámskeið hefjast 12. og 13. mars.  Opið námskeið fyrir alla verður kl 16:30 á þriðjudögum og fimmtudögum.  Vefjagitarhóparnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30 og 18:30. Fullt er á þau námskeið sem byrja 5. mars.  Svo er námskeið kl 8:30 þrisvar í viku sem við köllum Gravity extra.  Þar eru tveir Gravitytímar í boði og einn útitími.  Þetta námskeið er hugsað fyrir þau sem eru allt að 30 kílóum of þung. Ætlum að prufa hvort við fáum skráningu á Gravitynámskeið kl 6:15 á morgnana tvisvar í viku.   Skráning er í gangi á öll þessi námskeið.

Salsakynning í Zumbatímanum á fimmtudag kl 18:30

Camilo, danskennari frá Kúbu verður með salsakynningu í Zumbatímanum á morgun kl 18:30.  Tíminn er opinn fyrir alla sem vilja prufa.  Hann hefur verið með námskeið hér á Bjargi undanfarið og verður árfam að kenna Kúbu salsa.  Frábær kennari og flottir dansar.

Kennsla í tækjasal

Við settum kennsluna í tækjasalnum á ákveðna daga og tíma fyrir um mánuði síðan þegar nýju prógrömmin komu. Nú er búið að kenna flestum og því höfum við tekið út timann kl 6 á miðvikudagsmorgnum.  Setjum hann etv. inn aftur eftir mánuð.  Kennslan mun etv. breytast meira í næstu viku.

Body Balance, frumflutningur

Hólmfríður og Aðalbjörg, Body Balancekennarar Bjargs frumflytja nýjan Balance næsta miðvikudag kl 18:30.  Einstakir tímar fyrir líkama og sál.  Tai Chi í upphitun ásamt sólarhyllingum úr Yoga.  Síðan standandi styrkur, jafnvægi, mjaðmalosun, kvið og bakæfingar og góð slökun í lokin. Tónlistin og æfingarnar renna saman og flæðið verður einstakt.  Hver veit nema Abba verði með happdrætti?

Opnir Gravitytímar

Gravity eru einstaklega góðir styrktartímar.  Hvetjum alla til að prufa og strákar , þetta er alvöru.  Opnir tímar eru á mánudögum kl 16:30, þriðjudögum kl 6:10 og fimmtudögum kl 17:30.  Fimmtudagstíminn heitir Gravity Plús og er erfiðari og öðruvísi en hinir.  Óli kennir þá og gerir allt sem honum dettur í hug í bekknum.  Þeir sem hafa aldrei prufað geta kíkt á bekkina í salnum við hliðina á Hot Yoga salnum.  Það eru bara 12 bekkir og því þarf að skrá sig í þessa tíma.  Föstudagstíminn kl 8:30 er hættur.

Tveir danstímar á laugardegi

Það verða tveir danstímar á morgn eins og vanalega þó 6x6x6 námskeiðið sé búið og næsta ekki byrjað.  Ásóknin í tímann kl 12 er mikil og við höfum opnað hann fyrir áhugasömum Zumbadönsurum. Það verður Shabam kl 12 og Body Jam kl 13.  Body Jam tíminn er opinn fyrir alla, þarft ekki að eiga kort og hann er líka opinn fyrir allan aldur.  Dönsum okkur inní helgina.