27.02.2012
Gravity eru einstaklega góðir styrktartímar. Hvetjum alla til að prufa og strákar , þetta er alvöru. Opnir tímar eru á
mánudögum kl 16:30, þriðjudögum kl 6:10 og fimmtudögum kl 17:30. Fimmtudagstíminn heitir Gravity Plús og er erfiðari og
öðruvísi en hinir. Óli kennir þá og gerir allt sem honum dettur í hug í bekknum. Þeir sem hafa aldrei prufað geta kíkt
á bekkina í salnum við hliðina á Hot Yoga salnum. Það eru bara 12 bekkir og því þarf að skrá sig í þessa
tíma. Föstudagstíminn kl 8:30 er hættur.