12.02.2012
Frjálsíþróttafólk UFA er mjög áberandi hér hjá okkur á Bjargi og æfa stíft með Gísla Sigurðssyni
þjálfara sínum. Þau náðu frábærum árangri á MÍ um helgina. Hafdís Sigurðardóttir varð
fimmfaldur íslandsmeistari og var að bæta sig t.d. í 400m hlaupi eins og Kolbeinn Höður sem setti íslandsmet í þeirri vegalangd í
sínum aldursflokki og varð annar í hlaupinu, frábær árangur hjá þessum unga pilti. Fleiri voru að bæta sig og vinna til verðlauna eins
og t.d. stelpurnar í 4x400m boðhlaupi, komu á óvart og sigruðu. Við erum stolt að geta stutt við þetta efnilega
íþróttafólk og óskum þeim og Gísla til hamingju með árangurinn.