25.06.2012
Vaxtamótunarnámskeiðin Nýtt útlit klárast á morgun. Þá verður pláss fyrir opinn Gravitytíma á
miðvikudögum kl 16:30. Fyrsti tíminn verður ekki næsta miðvikudag heldur hinn. Munið að skráning í opna Gravitytíma hefst
á laugardögum, þannig að það verður skráð í nýja tímann næsta laugardag. Abba og Hóffa munu kenna þessa
tíma að mestu og gera allt sem þeim dettur í hug, frekar erfiðir tímar en henta öllum því þú stillir álagið
sjálfur.
20.06.2012
Fáar líkamsræktarstöðvar geta boðið uppá jafn skemmtilega aðstöðu og Bjarg á sumrin. Útitímarnir á pallinum
eru einstakir. Hádegistíminn er úti alltaf þegar veður leyfir, einnig Zumban á laugardögum. Tímarnir í hádeginu eru
fjölbreyttir þrektímar og sjá 5 kennarar um þessa tíma í sumar til að tryggja fjölbreytnina.
19.06.2012
Erum enn með tvo Hot Yoga tíma í gangi á þriðjudögum. Á morgnana kl 8:15 og seinni partinn kl 17:30. Nú eru tímarnir ekki
troðfullir og því tilvalið fyrir þá sem ekki hafa lagt í að prufa þessa frábæru tíma að gera það.
13.06.2012
Abba frumflutti nýjan Body Balance áðan. Sumarlegur og hressilegur Balance með fullt af áskorunum. Anna er búin að frumflytja nýtt Body Pump
og CXWORX. Þannig að nýju kerfin eru komin á fullt. Hvetjum fólk til að prufa pumpið, styrktarþjálfun í hæsta
gæðaflokki og ef þú hefur ekki prófað CXWORX core tímannn þá áttu mikið eftir. 30 mínútur af
ótrúlegum æfingum fyrir miðjuna.
09.06.2012
Síðasti Ólatíminn var í morgunn. Barnagæslan mun líka falla niður á laugardögum í sumar. Gæsluherbergið er
opið fyrir eldri krakka. Það verður einn Body Fit tími í viðbót á fimmtudagsmorgni. Fylgist vel með því etv. eru fleiri
tímar á útleið, enda veðrið gott og allir að fara í frí.
07.06.2012
Tryggvi og Birna verða með unglinganámskeið á mánudögum og miðvikudögum kl 13:30 og fimmtudögum kl 12:30. Námskeiðið er fyrir
12 ára og eldri og verður farið í íþróttaleiki, hjólatúra, krakka CrossFit og fleira. Tímarnir verða úti og inni
og fyrsti tíminn er 11. júní, verð 12000kr.
06.06.2012
Hádegisvalkyrjur Bjargs sigruðu sveitikeppnina þar sem konur voru í meirihluta. Sveitina skipuðu Rannveig, Sigríður, Sonja of Hulda Elma. Tvær
strákasveitir náðu að vera á undan þeim. CrossFit stelpurnar skelltu í sveit og stóðu sig vel, kölluðu sveitina
Ólán. Meistaraliðið kom svo úr hlaupahópnum Bjargvættum og Birgitta og Bryndís kennarar hér söfnuðu í lið sem
náði sjöunda sæti, glæsilegt.
05.06.2012
Það er komin mynd á námskeiðin næsta haust fyrir þá sem eru að brjóta hugann um hvað væri sniðugt að gera. Sumir
vilja skrá sig strax að vori og tryggja sér þannig pláss á vinsælustu námskeiðin, en skráning hefst strax eftir
verslunarmannahelgi.
Það verður nýtt og spennandi fræðsluefni sem fylgir lífsstílnum næsta haust. Vaxtamótunarnámskeiðið Nýtt
útlit mun halda áfram og verða hópar að morgni og seinni partinn. Body Fit námskeið verður kl 6:10 á morgnana og mömmuCrossFit
námskeiðið vinsæla verður á sínum stað. Hægt verður að kaupa 8 vikna aðgang að vefjagigtar Gravitynámskeiðunum og
Gravity Extra fyrir þau sem eru 30 kg of þung eða meira verður í boði kl 16:30 þrisvar í viku.
Sjá nánar.
04.06.2012
Nú er komið að því að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt. Hlaupum til styrktar Olympíuhópi FRÍ. 2-7 geta skipað
boðhlaupssveit og hlaupið 1-2 eða fleiri 3 km hringi í Innbænum. Byrjum við Leikhúsið kl 17:30 þriðjudaginn 5. júní.
Frábær verðlaun og happdrætti. Tvær gerðir af sveitum þar sem karlar eru í meirihluta og svo þar sem konur eru í meirihluta.
Veitingastaðirnir Rub 23 og Silva gefa sigursveitunum út að borða og Bjarg gefur Hot Yoga tíma og pott og axlanudd á eftir. Bautinn, 1862 Nordic Bistro, Svefn
og Heilsa, Nettó, Kjarnafæði og fleiri gefa verðlaun og Vífilfell eins og oft áður kemur með svaladrykki fyrir keppendur.Ef þið náið
ekki að skrá ykkur í tíma inná hlaup.is er í lagi að mæta og skrá sig á staðnum.
01.06.2012
Síðasti Body Balance tíminn á laugardegi er á morgun. Abba fer út með tímann ef veðrið verður gott. Það verður
Body Balance á miðvikudögum kl 17:30 í allt sumar. Einstaklega vel samsettir tímar þar sem við hitum upp með Tai Chi æfingum og
sólarhyllingu úr Yoga. Síðan er farið í góðar Yogastöður sem styrkjja allan líkamann og kenna okkur að umgangast musterið
sem við búum í. Kvið og bakæfingar koma að mestu úr Pilates og svo er alltaf góð slökun í lokin.