13.09.2012
Stelpurnar ætla að riðjast inní Ólatíma á laugardaginn og frumflytja nýtt CXWORX. Óli byrjar og verður með 30-40
mínútna þoltíma. Hóffa, Anna, Birgitta og Þóra taka svo við síðasta hálftímann og djöfla mannskapnum út
í plönkum og öðru skemmtilegu.
12.09.2012
Við erum að frumflytja nýju Les Mills kerfin núna. Hóffa kom með nýtt step í dag, vel erfitt og þrekhringur í boði,
spennandi. Pumpið er flott að vanda og svo mun líklega verða opinber frumflutningur á Ótrúlega flottum kjarnaæfingum í
Ólatímanum á laugardaginn. Anna er búin að frumflytja nýtt Combat og Abba Vive.
11.09.2012
Elvar Sævars ætlar að koma inn í næstu viku og þá setjum við spinningtímann kl 16:30 á þriðjudögum af stað.
Óli mun kenna tímann á móti honum. Elvar kemur svo inní morgunþrekið á föstudögum eins og sl. vetur og kennir þá
á móti Tryggva. Góðir og metnaðarfullir kennarar, það er okkar auður.
11.09.2012
Konutíminn er og hefur verið þrektími, þar sem öllu er blandað saman
10.09.2012
Það er margt spennandi á haustönninni hjá okkur. Fyrst er að telja fjölskyldudaginn sem verður sunnudaginn 30. september. Þá geta
krakkar á öllum aldri æft í tækjasalnum í fylgd forráðamanns. Þrautabraut fyrir þau yngstu.
Dömulegir dekurdagar verða um miðjan október og við höfum fellt dekurhelgina okkar inní þá dagskrá. Kertaljós, nuddarar við
pottinn, frítt fyrir alla í Hot Yoga og þá tíma sem verða í boði þessa helgi. Happdrætti og aðrar uppákomur.
Í lok október munu spinningkennararnir svo verða með DVD spinnig. Góðar hljómsveitir á stórum skjá, nokkrir kennarar og
svaladrykkur. Fleira er á döfinni og verður auglýst síðar.
10.09.2012
Þegar veðrið er svona hefur maður ekkert annað að gera en að koma inn og svitna ærlega í skemmtilegum tímum. Hóffa er mætt
á svæðið og byrjar með Body Step í dag. Munið líka eftir heita tímanum kl 17:30, Body Fit.
08.09.2012
Loksins eru sunnudagstímarnir komnir inn aftur. Tryggvi byrjaði með þessa tíma sl. vetur og þeir slógu rækilega í gegn. Það
er hægt að koma og fara í báða tímana, 45 mín spinning og 30 mín þrekhring eða velja annan hvorn. Spinning kl 10:15 og
þrekið kl 11. Tryggvi mætir með flottan lagalista í spinning að vanda og þrekhringurinn er einfaldur og á færi allra.
07.09.2012
Það er hægt að velja um þrjá geggjaða tíma á föstudögum eftir hádegi.
06.09.2012
Nú eru tímar í hádeginu alla virka daga. þrektími á mánudögum og föstudögum, CXWORX core timi á
þriðjudögum, Spinning/þrek á miðvikudögum og Body Pump á fimmtudögum. Frábær blanda til að ná árangri. Kl
8:15 á morgnana er svipuð blanda nema þar eru heitir tímar tvisvar í viku, Hot Yoga og Body Fit boltatími. Gott að æfa í heitum sal að
morgni því líkaminn er styrðari í morgunsárið og hitinn hjálpar. Kl 6:10 er hægt að fara í spinning 3x í viku, tvisvar
í 20 mínútur og einu sinni í 50 mín. CrossFit æfing í 40 mín tvisvar og Gravity einu sinni. Við munum svo opna fyrir Hot Yoga kl
6:10 á þriðjudögum eftir 20. september.
05.09.2012
Body Step tíminn fellur niður í dag. Vonum að hann komi inn í næstu viku.