11.10.2012
Það er komin bleikur blær á stöðina, bleik ljós og kertaljós. Munið að draga með ykkur gesti, frítt í 4 daga.
10.10.2012
Það verður opið í Hot Yoga hjá Öbbu kl 8:15 á föstudaginn, einnig verður Hot Yoga í hádegistímanum hjá
Bryndísi. Aukatími verður kl 10:15 á sunnudeginum vegna dekurhelgar Bjargs. Þá verður 90 mínútna vinyasa tími, frekar
krefjandi flæði og fullt af ákorunum og góð slökun í restina.
09.10.2012
Það verður frítt hjá okkur í allt í 4 daga þegar dömulegir dekurdagar fara fram á Akureyri. Dekurhelgin okkar verður á
sínum stað og er jafnt fyrir konur og karla. Dagskráin okkar er spennandi og nuddararnir verða við innipottinn á álagspunktunum. Bætum
við einum tíma kl 10:15 á sunnudagsmogninum verðu 90 mínútna Hot Yoga, Hot yoga tíminn á föstudag kl 8:15 er líka opinn öllum sem
vilja. Það verður notalegt á Bjargi þessa daga, kertaljós og happdrætti, dansmaraþon og stuð á laugardeginum kl 12, og alls er hægt
að koma í 4 danstíma á Dekurhelginni. Fullt af spinning, Body Fit, Body Pump og meira að segja Hot Yoga í hádeginu á föstudag.
07.10.2012
Bubbi Morthens æfir hér þegar hann er á ferðalagi og er þá boxpúðinn vinsælastur. Stelpurnar í lífsstílnum voru
til í að bjóða honum á neðri hæðina og fá eitt lag. En Bubbi klikkar ekki á litunum, er alltaf í appelsínugulu, flottur!
06.10.2012
Nýtt útlit kl 9:30 og 16:30 byrjar næsta þriðjudag, 9. október. Vegna fjölda óska verða tímarnir 3x í viku en ekki 4x eins og
var og þá Gravity einu sinni og heitur tími tvisvar. Gravity hjá morgunhópnum verður þá á mánudögum og 16:30
hópurinn verður tvískiptur, annar hópurinn á mánudögum og hinn á miðvikudögum. Næsta Gravity Extra námskeið fyrir
þau sem eru 30 kg of þung eða meira byrjar 16. október.
06.10.2012
CXWORX í hádeginu á þriðjudögum hefur ekki verið vel sóttur og er því hættur. Barnagæslan er næstum ekkert
notuð milli kl 8 og 9 á morgnana, eitt til tvö börn hafa komið suma daga en oftast engin. þannig að frá og með mánudeginum 15.
október byrjar gæslan á morgnana kl 9:15, en ekki 8:15.
04.10.2012
Skvísutímarnir byrjuðu í gær og það mættu um 15 hressar konur. Öll námskeið eru í fullum gangi og það er
virkilega troðið í suma tíma eins og Body Pump, Hot Yoga og spinning. Förum að athuga með að afhenda miða í suma tíma, 30 manns í
Hot Yoga er hámark. En það er stemming í tímum þegar margir eru eins og t.d. í súperkeyrslunni hjá Tryggva í gær,
pakkaður salur, gaman.
01.10.2012
Tryggvi verður með þema í spinning í dag, almennilegt!!! Drengirnir í U2 fá 60% af tímanum og Queen fá 40%, eða þetta sagði
hann í gær. Gott að mæta tímanlega til að tryggja sér besta hjólið og góðan stað í salnum til að fá
tónlistina í æð.
29.09.2012
Það geta allir farið í spinning í ca 20 mín 2x í viku kl 6:10 á morgnana. Flott upphitun og þó að CrossFit æfing
sé á eftir þá þarf ekki að taka hana. Þetta á líka við um 30 mínútna spinningtímana á
þriðjudögum og miðvikudögum, Það er foltt að mæta í þá og svo bara heim. Eða sleppa spinning og mæta bara
í CXWORX core tímann. Þessir tímar þurfa ekki að hanga saman. Svo má líka koma í 60 mínútna
spinningtíma og hætta eftir 45 mínútur ef úthaldið er búið. 10 spinningtímar eru í boði í hverri viku, 20-60
mínútna langir.
26.09.2012
Börnin verða í aðalhlutverki næsta sunnudag. Tækjasalurinn verður opin fyrir þau í fylgd forráðamanns. Þrautabraut
verður á neðri hæðinni og drykkir í boði Vífilfells. Þetta hefur verið sérstaklega vinsæll dagur undanfarin ár og mesta
spennan virðist vera að komast í tækjasalinn og þá helst á hlaupabrettin. Byðjum alla að sýna krökkunum tilitssemi og
þolinmæði.