Fréttir

Grit, hvað er það?

Tryggvi og Anna fóru á mjög spennandi kennaranámskeið í nóvember hjá Les Mills.  Nýtt kerfi sem heitir Grit og er fyrir fólk í góðu formi sem vill fara lengra.  Þau munu verða með námskeið kl 6:10 á morgnana á þriðjudögum og fimmtudögum eftir miðjan janúar.  Svakalega spennandi, skemmtilegt og öflugt kerfi.

Gravity 60 + að byrja

Ósk Jórunn hefur boðið uppá Gravitytíma fyrir 60 ára og eldri núna í líklega 2 ár.  Tímarnir eru á mánudags og fimmtudagsmorgnum og byrja núna á mánudaginn kl 10:30

Gleðilegt ár

Óskum öllum gleðilegs árs með þakklæti fyrir gott líkamsræktarár.  Við stefnum að skemmtilegu ári og vitum að 2013 verður einstakt fyrir fögur fyrirheit.  Byrjum samt rólega en setjum allt á fullt að loknum jólum 7. janúar.  Skoðið tímatöfluna vel því einhverjir tímar falla niður fram yfir næstu helgi. 

Hlaupa, ganga

Nú mæta allir í gamlárshlaup UFA sem byrjar hér við Bjarg kl 10 og 11.  Gangan hefst kl 10 og hlaupið kl 11, 5 og 10 km í góða veðrinu.  Súpa frá Rub 23 á eftir og brauð frá Bakaríinu við Brúna.

Hot Yoga og Zumba fyrr á ferðinni

Hot Yoga verður kl 16:30 í dag og Zumban kl 17:30.  Spinningtíminn er á sínum stað kl 17:15.  Nú mæta allir spenntir að hreyfa sig eftir rólegheitin yfir jóladagana og Abba, Eva og Anna lofa dúndurtímum.

Gleðileg jól

Óskum öllum viðskiptavinum Bjargs og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Gerum góða stöð betri

Helstu niðurstöður könnunar sem við gerðum meðal viðskiptavina eru komnar uppá töflu á Bjargi.  Takk fyrir góða þátttöku og jákvæða umsögn.  Mest var kvartað undan tónlist í tækjasal, þrengslum á teygjusvæði og hópeinkaþjálfun.  Erfitt er að gera öllum til hæfis í tónlist og einfaldast að koma bara með ykkar uppáhalds og hafa hana í eyrunum.  Allir sem eru að gera lóða og boltaæfingar eiga að fara út af teygjusvæðinu og framkvæma æfingarnar á gráu eða brúnu mottunum.  Einkaþjálfararnir þurfa svo að passa að hóparnir þeirra taki ekki upp stóran part að tækjunum í of langan tíma.

Barnagæslan komin í jólafrí

Það hefur lítil sem engin notkun verið á gæslunni þannig að hún er komin í jólafrí.  Herbergið er opið fyrir þá krakka sem eru nógu stórir til að vera þar ein.

Spennandi námskeið!

Hvað segið þið um að mæta í heitan tíma (25-30 stig) tvisvar í viku og Gravity einu sinni kl 6:10?  Spennandi námskeið sem Abba hefur verið með kl 9:30 og 16:30 og virka vel.  Komum brennslunni af stað og gerum góðar vaxtamótandi og kjarnastyrkjandi æfingar. Heitt á mánudögum og miðvikudögum og Gravity á föstudögum. 

Jóla, jóla

Allt komið á hreint með hvaða tímar verða í þessari viku, opnu yfir jól og áramót og annað.