19.02.2013
Abba verður með matreiðslukennslu á morgun miðvikudag kl 20 á neðri hæðinni. Þetta er hugsað fyrir alla sem eru á
námskeiðum. Hún vill helst fá 40 manns og það er pláss fyrir um 8 manns aukalega, skrifið ykkur á listana á Bjargi. Verð er
700kr fyrir þau sem eru á námskeiðum, 1000kr fyrir hina. Fullt af hollu og spennandi smakki, ekki borða of mikið áður en þið komið.
15.02.2013
Allur dans fellur niður í dag og á morgun vegna óviðráðanlegra orsaka. Bendum spinning kl 16:30 í dag í staðinn.
Dansdífurnar eru líka velkomnar í lífsstílstímann á morgunn, laugardag kl 10:30. Tækjasalurinn er líka opinn fyrir þau
sem vilja puða þar.
14.02.2013
Annan hvern fimmtudag kl 18:30 er byrjendatími í Hot Yoga. Abba kennir í dag og fer mjög rólega og tekur engar erfiðar stöður. Hentar vel
fyrir þau sem eru með vefjagigt, einhver mein, eru í þyngri kantinum eða finnst venjulegu Hot Yoga tímarnir of erfiðir. Hot Yoga er krefjandi en munið
að fara að ykkar mörkum, hver og einn gerir eins vel og hægt er. Það er allt í lagi að stoppa stundum, leggjast og jafna sig.
14.02.2013
Það er troðið í þessa tvo Body Balance tíma sem við erum með í hverri viku. Byðjum fólk um að koma snemma á
laugardögum til að tryggja sér plássið. Það er erfitt að finna pláss fyrir þriðja tímann en við erum að leita að
plássi sem hentar. Einnig er vel fullt í Hot Yoga tímana 3 sem eru seinni partinn og gott að koma 5 mín fyrir tímann til að vera öruggur
með dýnu.
11.02.2013
Bendum á að kennslan á prógrömmin í tækjasalnum hættir eftir 14. febrúar. Notfærið ykkur kennsluna þangað til,
hún er þrisvar í viku. Eftir þann tíma er hægt að semja við Öbbu og Óla um kennslu í salnum. Kennslan kostar ekkert.
07.02.2013
Skráning á ný námskeið sem heita Nýtt útlit hefst eftir helgi. Næsta 6 vikna námskeið
07.02.2013
Það eru 3 tímar að syngja sitt síðasta í dag. Loka þrektíminn kl 6:10var í morgun og þá mættu 14 manns.
Við ætlum að færa þennan tíma til og hafa hann á mánudagsmorgnum. Erfitt er að gera öllum til hæfis á morgnana, sumir vilja
bara spinning meðan aðrir vilja bara þrek. Síðasti Body Fit tíminn kl 8:15 var í morgun. Þrátt fyrir miklar vinsældir á
þessum heitu boltatímum seinni partinn var hann ekki að ganga á morgnana. CXWORX kl 18:30 var bara prufa í janúar og náði sér ekki
á strik.
04.02.2013
Það eru nokkur pláss laus á næsta námskeið í Gravity vefjagigt kl 18:30. Fullt er kl 17:30 og það er hægt að skrá sig
á lengra en 4 vikna námskeið ef vill og er það mun ódýrari kostur.
04.02.2013
Það voru um 20 leikarar sem mættu til að taka þátt í sjónvarpsauglýsingunni fyrir Bjarg. Elvar myndatökumaður stjórnaði
þessu öllu með mjúkri jógahendi þannig að allir voru þolinmóðir og gerðu það sem þurfti til að allt gengi upp.
Kærar þakkir sjálfboðaliðar og aðstoðarfólk Elvars.
02.02.2013
Athugið að þið sjáið ekki alla tímana sem eru í boði suma daga hér á forsíðunni nema" skrolla" niður. Flestir dagar
innihalda það marga tíma að þeir neðstu sem eru kl 17:30 og 18:30 sjást ekki. Fáum nokkrar hringingar á dag frá fólki sem er
að spyrja hvort þessir tímar séu hættir. Svo er öruggast að skoða alla tímatöfluna, þar er allt
rétt.