24.09.2012
Það er hægt að koma í Hot Yoga kl 6:10 á þriðjudagsmorgnum næstu 6 vikurnar. 6x6x6 áskorun er í gangi og það eru
fáir á námskeiðinu og því ætlum við að opna tímann fyrir áhugasömum morgunhönum. Fyrsti tíminn er í
fyrramálið og nóg pláss.
22.09.2012
Allir sem kaupa sig inná námskeið á Bjargi geta prufað tíma á öðru námskeiði
22.09.2012
Það voru rúmlega 40 manns í Ólatímanum í morgun og Óli náði að keyra hópinn að mörkunum eins og vanalega.
Ekki amalegt að fara út í góða veðrið á eftir með smoothie í heita pottinum. 27 komu í Body Balance en Abba kenndi nýja
prógrammið, einstök tónlist, góðar æfingar og svitinn lak. Eva er svo á fullu að dansa núna með stóran hóp að
vanda. Íslandsmeistararnir í knattspyrnu kvenna komu og dönsuðu með Öbbu og Evu í dag, æðislegar og auðvitað laaaang flottastar.
20.09.2012
Við fáum reglulega kvartanir frá íbúum í Akursíðu sem er sunnan við Bjarg. Þegar álagið er mest leggja viðskiptavinir
okkar bílunum inná lóðum þessa fólks og alveg upp við eldhúsgluggana. Þetta er mjög þreytandi og oft erfitt fyrir
fólkið að komast heim. Núna er veðrið gott og tilvalið að koma á hjólinu eða gangandi. Einnig er hægt að leggja á
bílastæðin við kirkjuna. Virðum einkalíf nágrannanna.
19.09.2012
Hólmfríður og Aðalbjörg munu frumflytja Body Balance 58 í kvöld kl 18:30. Flæði frá einföldu Tai Chi, skemmtilegum
sólarhyllingum og standandi styrk yfir í krefjandi kviðæfingar og svo yndislegar jógastöður og slökun í restina. Hver tími er
einstök upplifun og færir okkur jafnvægi og kyrrð.
18.09.2012
Það eru margir búnir að bíða eftir spinningtímanum kl 16:30 á þriðjudögum og hann kemur inn í dag. Óli og Elvar munu
kenna þessa tíma til skiptis.
17.09.2012
Það er að fjölga all verulega þessa dagana. Fjögur námskeið byrjuðu í dag, Body Fit kl 6:10, Hot Yoga kl 8:15, mömmuþrek kl 10:30
og Gravity fyrir 60 ára og eldri. Góð þátttaka er á öllum námskeiðunum og fólk kemur inn í hitann til okkar og er heiti
salurinn vinsæll þessa dagana. Það er nóg að gera hjá einkaþjálfurunum og slatti af íþróttahópum sem æfa
hjá okkur.
17.09.2012
Abba verður með matreiðslukennslu laugardaginn 22. sept. kl 13:00. Kennslan er hugsuð fyrir alla sem eru á námskeiðum: Lífsstíl, Gravity,
Nýtt útlit, Body Fit, Hot Yoga og mömmuþrek. Það er pláss fyrir um 40 manns og þetta verður í kjallaranum þar sem
Gravitysalurinn er. Skráningarblað er komið á töfluna á Bjargi, 500kr og fullt af smakki.
14.09.2012
Skráning er hafin á næstu Gravitynámskeið sem byrja miðvikudaginn 26. september.
13.09.2012
Það verður Hot Yoga í hádeginu á morgun. Bryndís yogakennari kennir föstudagshádegistímann einu sinni í mánuði og
þá verður Hot Yoga tími. Skemmtileg tibreyting fyrir hádegishópinn og aukatími fyrir Hot Yoga aðdáendur.