Fréttir

CXWORX

Hvað er það?  30 mínútna tími þar sem unnið er með kjarna líkamans, kvið, bak, axlir, rass og læri.  Öflugir og krefjandi tímar.  Þóra frumflutti nýtt prógram í hádeginu og Anna kemur á eftir kl 18:30 og kennir spinning í 30 mínútur og svo CXWORX í 30 mínútur. 

Zumba, Zumba toning, sh´bam og Evudans.

Það er hægt að dansa hér 4x í viku.  Eva Reykjalín mun kynna Zumba toning í dag sem er Zumbadans með létt handlóð.  Hún verður líka með Zumbu á fimmtudögum kl 18:30 og SH´bam á föstudögum kl 17:30.  Sh´bam er klikkaður danstími þar sem þú færð Hip hop, latin, Krump, diskó og bara allt, 12 dansar og 12 lög.  Núna er dans við Thriller Michaels Jakson og fleira gott, æðislegt í lok vinnuvikunnar.  Evudans á laugardögum kl 12 er frír danstími fyrir alla og þar dansar Eva alla sína uppáhaldsdansa.

Body Step, Pump, Combat og Vive

Body Step tíminn í dag fellur niður.  Fylgist vel með hér því að tíminn næsta miðvikudag er ekki alveg öruggur.  Combat tíminn á miðvikudögum kl 17:15 fer af stað í þessari viku, Body Pumpið í hádeginu á fimmtudögum og Abba mætir galvösk með nýtt Body Vive á föstudaginn.  En hún og Eva voru á kenna á Les Mills workshopi í Reykjavík um helgina. 

2 sæti laus á Nýju útliti

Það var löngu orðið fullt á námskeiðið Nýtt útlit sem byrjar á morgun.  En síðan komu nokkrar afskráningar og allur biðlistinn komst inn og núna halda afskráningarnar áfram og því eru tvö laus pláss á morgunnámskeiðið og tvö á 16:30 námskeiðið. 

Aukin barnagæsla

Eins og við höfum auglýst hér á heimasíðunni og á töflunum á Bjargi þá erum við að bæta við gæslu á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum frá 8:15-9:30.  Föstudagsgæslan seinni partinn kemur inn næsta föstudag og laugardagsgælan næsta laugardag.  Gæslan á þriðjudögum og fimmtudögum verður síðan áfram fyrir námskeiðin Nýtt útlit og mömmuþrek, eða til 11:30.  Okkur vantar tilfinnanlega manneskju í vinnu við gæsluna á mánudags og miðvikudagsmorgnum frá 8:15-10:15.

Workshop hjá Les Mills

Les Mills kennarar Bjargs verða fjarverandi um næstu helgi og því fellur Zumban niður á laugardag.  Það er workshop í Reykjavík og Eva er að kenna Sh´bam og Abba Body Vive.  Body Step á mánudag fellur niður og etv. á miðvikudag líka vegna fjarveru kennara.  En svo ætti allt að fara að rúlla vel.  Nýir kennarar eru að koma meira inn.  Guðríður, Andrea og Bryndís byrjuðu í fyrra og hafa komið mjög sterkar inn og munu kenna meira á komandi vetri.  Elvar Sævars og Anný verða að mestu í fríi og Jóna kennir minna. 

Tækjakennsla í september

Það var mikil ánægja með nýju prógrömmin hans Óla í salnum og einkakennsluna og allar leiðbeiningarnar sem einkaþjálfararnir Guðríður og Andrea voru með í byrjun árs.  Þær verða til taks í salnum 3x í viku í september og kenna á prógrömmin.  Mánudagar kl 16:30-18:00, miðvikudagar kl 10:30-12:00 og föstudagar kl 8:00-10:00.  Ef tíminn hentar ekki er hægt að panta tíma í afgreiðslu eða tala við Öbbu eða Óla.

Frábær unglinganámskeið

Einstakir þjálfarar eru með unglinganámskeiðin á Bjargi.  Tryggvi og Birna

Lífsstíllinn að byrja

Það er stór dagur á morgun.  Lífsstílsnámskeiðin eru að byrja, stemming og stuð.  Það eru mjög margir í hópnum kl 18:30 og við komumst örugglega ekki yfir það að mæla alla í fyrsta tíma.  Því er gott ef einhverjar komast fyrir tímann eða jafnvel í fyrramálið.  Morgunhópurinn er töluvert minni og nóg pláss þar ennþá.  Gravitynámskeiðin tvö eru líka að byrja á morgun.  Þar er fullt í báða hópa og sjúkraþjálfararnir Þóra og Ósk ásamt einkaþjálfurunum Guðríði og Andreu sjá um kennsluna.  Guðríður og Andrea koma líka inní kennsluna hjá lífsstílshópunum í ár með Öbbu, Hólmfríði, Önnu og Birgittu.

Útibú í Kópavogi

Við erum alltaf að færa út kvíarnar og Óli var að semja við Sporthúsið í Kópavogi um samvinnu.  þannig að ef okkar fólk er fyrir sunnan getur það valið um að æfa í Sporthúsinu, Hress í Hafnarfirði, Árbæjarþreki eða Veggsporti í Reykjavík.  Einnig gildir kortið í Lífsstíl í Keflavík og Vestmannaeyjum, sundlaugina á Dalvík, ræktina í Ólafsfirði, Húsavík og á Króknum.