Fréttir

2 sæti laus á Nýju útliti

Það var löngu orðið fullt á námskeiðið Nýtt útlit sem byrjar á morgun.  En síðan komu nokkrar afskráningar og allur biðlistinn komst inn og núna halda afskráningarnar áfram og því eru tvö laus pláss á morgunnámskeiðið og tvö á 16:30 námskeiðið. 

Aukin barnagæsla

Eins og við höfum auglýst hér á heimasíðunni og á töflunum á Bjargi þá erum við að bæta við gæslu á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum frá 8:15-9:30.  Föstudagsgæslan seinni partinn kemur inn næsta föstudag og laugardagsgælan næsta laugardag.  Gæslan á þriðjudögum og fimmtudögum verður síðan áfram fyrir námskeiðin Nýtt útlit og mömmuþrek, eða til 11:30.  Okkur vantar tilfinnanlega manneskju í vinnu við gæsluna á mánudags og miðvikudagsmorgnum frá 8:15-10:15.

Workshop hjá Les Mills

Les Mills kennarar Bjargs verða fjarverandi um næstu helgi og því fellur Zumban niður á laugardag.  Það er workshop í Reykjavík og Eva er að kenna Sh´bam og Abba Body Vive.  Body Step á mánudag fellur niður og etv. á miðvikudag líka vegna fjarveru kennara.  En svo ætti allt að fara að rúlla vel.  Nýir kennarar eru að koma meira inn.  Guðríður, Andrea og Bryndís byrjuðu í fyrra og hafa komið mjög sterkar inn og munu kenna meira á komandi vetri.  Elvar Sævars og Anný verða að mestu í fríi og Jóna kennir minna. 

Tækjakennsla í september

Það var mikil ánægja með nýju prógrömmin hans Óla í salnum og einkakennsluna og allar leiðbeiningarnar sem einkaþjálfararnir Guðríður og Andrea voru með í byrjun árs.  Þær verða til taks í salnum 3x í viku í september og kenna á prógrömmin.  Mánudagar kl 16:30-18:00, miðvikudagar kl 10:30-12:00 og föstudagar kl 8:00-10:00.  Ef tíminn hentar ekki er hægt að panta tíma í afgreiðslu eða tala við Öbbu eða Óla.

Frábær unglinganámskeið

Einstakir þjálfarar eru með unglinganámskeiðin á Bjargi.  Tryggvi og Birna

Lífsstíllinn að byrja

Það er stór dagur á morgun.  Lífsstílsnámskeiðin eru að byrja, stemming og stuð.  Það eru mjög margir í hópnum kl 18:30 og við komumst örugglega ekki yfir það að mæla alla í fyrsta tíma.  Því er gott ef einhverjar komast fyrir tímann eða jafnvel í fyrramálið.  Morgunhópurinn er töluvert minni og nóg pláss þar ennþá.  Gravitynámskeiðin tvö eru líka að byrja á morgun.  Þar er fullt í báða hópa og sjúkraþjálfararnir Þóra og Ósk ásamt einkaþjálfurunum Guðríði og Andreu sjá um kennsluna.  Guðríður og Andrea koma líka inní kennsluna hjá lífsstílshópunum í ár með Öbbu, Hólmfríði, Önnu og Birgittu.

Útibú í Kópavogi

Við erum alltaf að færa út kvíarnar og Óli var að semja við Sporthúsið í Kópavogi um samvinnu.  þannig að ef okkar fólk er fyrir sunnan getur það valið um að æfa í Sporthúsinu, Hress í Hafnarfirði, Árbæjarþreki eða Veggsporti í Reykjavík.  Einnig gildir kortið í Lífsstíl í Keflavík og Vestmannaeyjum, sundlaugina á Dalvík, ræktina í Ólafsfirði, Húsavík og á Króknum.

Fullt á nokkur námskeið strax

Gravity námskeiðin tvö kl 17:30 og 18:30 voru fljót að fyllast eins og Nýtt útlit kl 16:30.  Laust er á önnur námskeið en lífsstíllinn kl 18:30 er orðin nokkuð fjölmennur.  Auglýsningin kom í dag um Body Fit, Gravity Extra og mömmuþrekið og skráningin tók mikinn kipp og eru örfá sæti laus á t.d. Gravity extra námskeiðinu.  Þau sem borga námskeiðin strax geta byrjað að æfa núna og fengið allar mælingar strax sem er mikill plús.

Skólakort á afslætti

Við höfum boðið framhaldsskólanemum og kennurum 50% afslátt af árskorti ef skólinn nær að safna ákveðnum fjölda, 100manns.  Þessi söfnun stendur yfir í apríl og kortin eru seld í maí.  Nýnemar missa af þessu tilboði og því bjóðum við þeim sama díl að hausti ef þeirra skóli hefur náð 100 manna tölunni í apríl.  Kortið kostar því 33000kr (eins og var í apríl).  Hægt að kaupa í afgreiðslu á Bjargi en þarf að sýna skólakort. Kortið gildir frá 1. júní 2012 til 1. júní 2013.

Body Fit

Nú verður hægt að koma á Body Fit námskeið kl 6:10 á morgnana.  það er einstaklega notalegt að byrja daginn inní volgum sal og gera góðar æfingar fyrir djúpu kvið og bakvöðvana, læri og rass.  Þessir tímar eru góðir fyrir alla því ef bakið er ekki í lagi þá er lífið ómögulegt.  Hitinn í salnum mýkir liðamót og vöðva og allar æfingarnar skila því meiri árangri.  Þægileg tónlist, engin læti og allir berfættir.  Notum líka foamrúllurnar góðu með boltunum og léttu lóðunum.