11.04.2011
Næsta 4 vikna Body Fit boltanámskeið hefst 2. maí. Kennt verður tvisvar í viku og verður annar tíminn í heitum sal, 30-37°C. Opni tíminn á fimmtudögum kl 08:15 er í heitum sal og þykir fólki það spennandi og gott. 6x6x6 hópurinn hefur líka tekið heita boltatíma á fimmtudögum og svitinn lekið í stríðum straumum.
05.04.2011
Árangurinn í Karlaáskorun Bjargs var framúrskarandi, þeir sem luku keppni misstu að meðaltali 7.97 kg á þessum 8. vikum! Fjórir einstaklingar misstu meira en 10% af sinni líkamsþyngd á þessum 8. vikum. Gestur Davíðsson vann einstaklingskeppnina, missti 17,5 kg eða 15,4%
03.04.2011
Það eru tvö Gravitynámskeið að byrja á morgun. Námskeiðið kl 17:30 er fullt en nokkrir bekkir eru lausir kl 18:30. Við erum að klára 8:30 námskeiðið í þessari viku og
03.04.2011
Júlíus Þór Friðriksson frjálsíþróttamaður úr UMSE setti heimsmet í planka í gær. Planki er staða þar sem olnbogar eru undir öxlum og líkama er haldið þráðbeinum frá tám. Hann hélt þessari stöðu í 22 mínútur en fyrra metið var rúmlega 19 mínútur.
01.04.2011
Óli verður fjarverandi næstu 3 laugardaga og því spennandi að sjá hverjir fá að spreyta sig að kenna þessa tíma. Tryggvi mun kenna á morgunn og líklega líka þarnæsta laugardag.
01.04.2011
Zumban er vinsæl núna og Eva var að kenna í MA í dag og kom svo hingað og tók tvo hópa sem voru að fara í pott og eitthvað meira á eftir. Annar hópurinn tók nuddið með sem er æðislega gott.
29.03.2011
Gerður hefur boðið uppá Body Jam í hádeginu á þriðjudögum. Hún er að dansa fyrir sig og þá sem vilja skemmta sér í hádeginu.
29.03.2011
Hádegistíminn næsta föstudag verður í hitanum í kjallaranum. Abba ætlar að hafa einn stuttan en þokkalega öflugan jóga tíma. Opið fyrir alla, pláss fyrir 30 hámark og mætið berfætt með nóg af vatni.
27.03.2011
Nú er hægt að velja um 3 opna Hot Yoga tíma á þriðjudögum. Höfum bætt við 08:30 tímanum og er hann 75 mínútur eins og 09:45 tíminn. Tímuinn kl 18 er 60 mínútur og léttari en aðrir
27.03.2011
Við höfum fært Body Fit boltatímann yfir á fimmtudaga kl 08:15. Hann verður í salnum niðri og við munum hita hann uppí ca 30° sem er gott fyrir boltavinnuna.
Þessir tímar hafa fengið lofsamlega umsögn og hvetjum við alla til að prufa.