Fréttir

Body Fit í heitum sal

Næsta 4 vikna Body Fit boltanámskeið hefst 2. maí. Kennt verður tvisvar í viku og verður annar tíminn í heitum sal, 30-37°C. Opni tíminn á fimmtudögum kl 08:15 er í heitum sal og þykir fólki það spennandi og gott. 6x6x6 hópurinn hefur líka tekið heita boltatíma á fimmtudögum og svitinn lekið í stríðum straumum.

Frábær árangur hjá körlunum!

Árangurinn í Karlaáskorun Bjargs var framúrskarandi, þeir sem luku keppni misstu að meðaltali 7.97 kg á þessum 8. vikum! Fjórir einstaklingar misstu meira en 10% af sinni líkamsþyngd á þessum 8. vikum. Gestur Davíðsson vann einstaklingskeppnina, missti 17,5 kg eða 15,4%

CrossFit og Gravity eftir páska

Það eru tvö Gravitynámskeið að byrja á morgun. Námskeiðið kl 17:30 er fullt en nokkrir bekkir eru lausir kl 18:30. Við erum að klára 8:30 námskeiðið í þessari viku og

Heimsmet í planka!

Júlíus Þór Friðriksson frjálsíþróttamaður úr UMSE setti heimsmet í planka í gær. Planki er staða þar sem olnbogar eru undir öxlum og líkama er haldið þráðbeinum frá tám. Hann hélt þessari stöðu í 22 mínútur en fyrra metið var rúmlega 19 mínútur.

Tryggvi með Ólatímann á morgunn!

Óli verður fjarverandi næstu 3 laugardaga og því spennandi að sjá hverjir fá að spreyta sig að kenna þessa tíma. Tryggvi mun kenna á morgunn og líklega líka þarnæsta laugardag.

2 hópar í Zumbu og pott í kvöld.

Zumban er vinsæl núna og Eva var að kenna í MA í dag og kom svo hingað og tók tvo hópa sem voru að fara í pott og eitthvað meira á eftir. Annar hópurinn tók nuddið með sem er æðislega gott.

Body Jam 12:30 á þriðjudögum

Gerður hefur boðið uppá Body Jam í hádeginu á þriðjudögum. Hún er að dansa fyrir sig og þá sem vilja skemmta sér í hádeginu.

Hot Yoga í hádeginu á föstudag

Hádegistíminn næsta föstudag verður í hitanum í kjallaranum. Abba ætlar að hafa einn stuttan en þokkalega öflugan jóga tíma. Opið fyrir alla, pláss fyrir 30 hámark og mætið berfætt með nóg af vatni.

3 opnir Hot Yoga tímar á þriðjudögum

Nú er hægt að velja um 3 opna Hot Yoga tíma á þriðjudögum. Höfum bætt við 08:30 tímanum og er hann 75 mínútur eins og 09:45 tíminn. Tímuinn kl 18 er 60 mínútur og léttari en aðrir

Body Fit boltatíminn yfir á fimmtudaga

Við höfum fært Body Fit boltatímann yfir á fimmtudaga kl 08:15. Hann verður í salnum niðri og við munum hita hann uppí ca 30° sem er gott fyrir boltavinnuna. Þessir tímar hafa fengið lofsamlega umsögn og hvetjum við alla til að prufa.