12.06.2013
Hot Yoga tíminn á morgun kl 17:30 fellur niður vegna viðgerðar á gólfi salarins. Það er verið að taka það í gegn og
verður vonandi klárt á þriðjudag í næstu viku. Breytingar á barnasal í spinningsal eru langt komnar.
07.06.2013
Það er líklega engin stöð á Íslandi með eins flotta útiaðstöðu og Bjarg. Núna erum við með suma tíma
úti á pallinum góða. Möguleiki á stuttum hlaupahringjum á stígum í kring til að krydda þrektímana og tónlist
til að halda okkur við efnið. Óvissuhóparnir fá líka að vera á pallinum og jamma og dansa. Vonum að sumarið verði svona gott
áfram.
04.06.2013
Heiti þrektíminn er kominn yfir á þriðjudaga kl 16:30. Abba kennir og notar boltana, teygjur, lóð og rúllur.
02.06.2013
Abba tók við tveimur óvissuhópum um síðustu helgi. Við búum til pakka eftir ykkar þörfum. Annar hópurinn kom við og
tók vel á kjarnanum, kviðæfingar í 5 mínútur og diskódans í 5 mínútur á útipallinum. Hinn hópurinn
tók allan pakkann, fíflagang með Öbbu, dans og skrítnar æfingar, pottur á eftir.
31.05.2013
Frá og með mánudeginum styttist opnunartíminn. Opið verður frá 6-20 á mánudögum og miðvikudögum. Frá 6-14 og 16
-20 á þriðjudögum og fimmtudögum. Frá 6-14 á föstudögum og 9-14 á laugardögum. Lokað á sunnudögum.
Barnagæslan er mjög lítið notuð og verður því í eina viku í viðbót, hættir eftir fyrstu vikuna í
júní. Laugardagsgæslan verður á meðan Ólatíminn er inni, allavega út júní.
29.05.2013
Hóffa og Abba munu frumflytja Body Balance númer 61 kl 17:30 í dag. Falleg tónlist, flæði í Tai Chi og jógastöðum og krefjandi
kvið og bakæfingar úr Pilates. Slökun í lok tímans. Við kennum sama prógrammið í ca 3 mánuði, þannig að
færnin verður smátt og smátt meiri, tæknin betri og árangurinn alvöru.
29.05.2013
Eins og undanfarin ár erum við með tilboð til nemenda og starfsfólks allra framhaldsskóla á Akureyri. Verulegur afsláttur af árskorti ef
keypt er fyrir miðjan júní.
29.05.2013
Ef þið hafið ekki séð auglýsinguna í N4 dagskránni í dag þá er hún hér á síðunni til hægri "
Haustið 2013".Þar er hægt að lesa um breytingarnar sem eru á döfinni. Ótrúlega spennandi og í kringum miðjan júní munu
þjálfararnir sem hafa þegar leigt sali hjá okkur kynna sína tíma og námskeið og byrja að skrá, fyrstir koma fyrstir fá.
Við byrjum að selja ódýru kortin 3. júní, þriggja mánaða forskot og hægt að mæta í allt í sumar. Ef eitthvað er
óljóst þá endilega stoppið Öbbu og Óla og spyrjið eða sendið okkur spurningar í pósti.
27.05.2013
Gravitytíminn á mánudögum færist upp um klukkutíma og verður framvegis kl. 16:30. Heiti bolta/þrektíminn sem er að byrja núna
á fimmtudaginn færist í næstu viku yfir á þriðjudaga. Nýji fomrúllu og teygjutíminn byrjar svo næsta mánudag kl
17:30. Þannig að það eru tímar kl 16:30 4x í viku og 8 tímar kl 17:15 eða 17:30.
27.05.2013
Það verður frí kennsla í tækjasal í sumar og svo áfram. Núna eru leiðbeinendur í salnum á mánudögum kl.
16-18. Kl 8-10 á þriðjudögum, kl 6-8 og 10-14 á fimmtudögum.
Abba og Óli sjá um að kenna á prógrömmin sem þar eru og svara spurningum og aðstoða fólk fyrstu skrefin í ræktinni eða
hjálpa til við að finna hvað hentar og virkar fyrir hvern og einn.