Fréttir

Opið lengur

Við lengjum opnunartímann frá og með 26. ágúst.  Opið frá 6 - 23 virka daga, böð og búningsherbergi loka kl 21.  Helgaropnun er frá 10-16.  Næsta sumar verður lengri opnun en var í sumar og ekki lokað á sunnudögum.

Opin vika

Það verður opin vika hér á Bjargi 26. - 31. ágúst.  Um 40 tímar í boði og hægt að prufa allt.  Kennararnir taka niður skráningar í tíma og tækjasalur verður opinn fyrir alla sem eru 14 ára og eldri.

Brjáluð skráning

Það er fullt á námskeiðið Nýtt útlit kl 16:30, skráum á biðlista.  Nóg pláss enn kl 17:30 og 8:30.  Fullt er í spinningtímann kl 6:10 hjá Tryggva.

Spennandi Hot yoga

Hóffa, Abba og Bryndís eru í stuði og ætla að bjóða uppá Hot yoga áskorun í september.  Þar bjóða þær uppá 10 tíma á viku og skora á alla að prófa.  Yoga er fyrir alla og þær kenna alltaf eins og allir séu byrjendur.  10.000 kr. fyrir mánuðinn og ef fólk vill halda áfram fram að jólum þá dregst þessi 10.000 kall frá 35.000 krónunum sem er verðið fyrir 16 vikur.  Skráning er hafin, allir með!

Góð skráning

Það eru rúmlega 30 manns skráðir í Nýtt útlit kl 16:30 og hópurinn að fyllast.  Við munum auglýsa í næstu viku og því gott að tryggja sætið áður.  Nóg pláss er í hópana kl 8:30 og 17/18:30.  Það má flakka á milli hópa opg við eigum eftir að finna einn tíma í viðbót fyrir 17:30 hópinn, spinningtíma.

Byrjuð að flytja

Við munum ekki þurfa að loka vegna flutninganna.  Nú er búið að mála gólfið í nýja tækjasalnum og við erum byrjuð að flytja hann niður.  Teygjusvæðið er því á neðri hæðinni eins og er, rimlarnir, boltar, lóð, róðrarvélar og fleira..  Framkvæmdir á efri hæð munu svo fara í gang í vikunni.  Allat sem þarf að gera er frekar einfalt og tekur ekki langan tíma eða mun trufla starfsemina.

Versló

Það verður lokað á sunnudag og mánudag.  Við ætlum að nota tækifærið og mála gólf og fleira. 

Flott námskeið og möguleiki á 16 tímum á viku!

Eitt stórt námskeið verður í boði næsta haust fyrir alla sem vilja komast í gott form, halda við góðu formi, léttast, breytast og njóta þess að vera til.  3 hópar verða í boði, kl 8:30, 16:30 og svo var að bætast við hópur sem verður kl 17:30 á mánudögum og 18:30 á miðvikudögum.  Frjálst er að flakka á milli allra tímanna og innifalið er mæting í 4 Hot Yoga tíma á viku, tvo Body Balance, einn spinningtíma og Bjargþrekið. 3 fastir tímar:  Heitur þrektími með bolta, foamrúllur og teygjur, þrektími með þyngri lóðum, Gravitybekkjum og þoli og þriðji tíminn er spinningtími.  Umsjón hafa Óli og Abba en það koma fleiri kennarar að tímunum. Þannig að það verða 8 lokaðir tímar fyrir hópinn og 8 opnir tímar.  Flott boð og námskeiðin eru töluvert ódýrari en síðast.

Sólbað

Ef þið viljið rólegan sóbaðsstað með heitum pottum í dag þá er skjólið gott og sólin sterk hjá okkur á Bjargi.  Ath. lokað milli kl 14 og 16. Svo er ekki galið að æfa í sólinni á útisvæðinu glæsilega og slá tvær flugur í einu höggi.

Æfa, æfa

Við fáum alltaf fullt af gestum frá samstarfsstöðvum okkar víðsvegar af landinu yfir sumarið.  Mælum eindregið með því að okkar viðskiptavinir notfæri sér þessar stöðvar, eins og í Keflavík, Vestmannaeyjum, Sporthúsið og Hress t.d.