13.07.2013
Hot Yogasalurinn er búin að fá sína tiltekt. Búið að slípa gólfið og lakka, þvílíkur munur.
Spinningsalurinn er tilbúin með 27 hjólum. Það verða 10 hjól í tækjasalnum og 10 í stóra hóptímasalnum.
10.07.2013
Helstu kostirnir eru ódýr tækjasalur fyrir þá sem eru bara þar. Ef þú kaupir þig í tíma hjá kennara
þá ræður þú förinni. Þarft ekki að borga fyrir sumarið eins og þegar árskort er keypt og ert ekki að borga fyrir
aðgang að tækjasal og öðrum tímum sem þú notar ekki. T.d. er fullt af konum sem eru bara í Body Balance allan veturinn. Þær
geta keypt sig inní þá tíma fyrir 50 þúsund árið og fá Hot Yoga aukatíma og Bjargþrekið með. Þú getur keypt
t.d. árskort í tækjasal og svo langar þig til að mæta í spinning einu sinni í viku með. Þá er hægt að kaupa
önnina fyrir 14000kr. Því korti fylgir svo Bjargþrekið á laugardögum. Þannig kemst viðkomandi í tækjasalinn alla daga,
Spinning og Bjargþrekið aukalega fyrir um 70 þúsund árið með fríi yfir sumarið frá tímunum en tækjasalurinn inni allt
árið.
08.07.2013
Það eru alltaf að koma inn fleiri tímar í töfluna fyrir næsta haust og taflan að þéttast. Ótrúlega flott úrval og
meira á leiðinni. Skoðið framboðið undir hóptímar næsta haust.
29.06.2013
Ólatíminn hefur stundum verið út júní eins og núna en síðasti tíminn var í morgun. Andrea og Guðríður eru
líka komnar í frí með heita rúllutímann. Gravitytímarnir tveir verða í næstu viku og svo sjáum við til með
framhaldið.
29.06.2013
Nú er búið að slípa og lakka gólfið í Hot Yoga salnum og parketið kom á spinningsalinn í gær. Búið að mála
og setja upp spegla, ótrúlega flottur salur og nóg af tímum til leigu fyrir alla næsta vetur.
26.06.2013
Það er erfitt að keppa við góða veðrið og því er heiti þrektíminn kl 16:30 á þriðjudögum hættur.
26.06.2013
Við erum með tvo opna Gravity tíma í sumartöflunni. Hvetjum alla til að prufa þessa tíma, ótrúlega öflugir og koma alltaf
jafnskemmtilega á óvart. Það er bara pláss fyrir 12 svo það þarf að skrá sig í síma 4627111.
15.06.2013
Sumir þjálfararnir eru búnir að auglýsa sína tíma fyrir haustið 2013 og langt komnir með skráningu í þá. Við
munum fljótlega setja inn allt sem verður í boði næsta haust og verðskrá með.
15.06.2013
Það er að sjálfsögðu lokað 17. júní.
12.06.2013
Við erum að gefa leikföngin úr barnagæslunni þessa dagana. Eftir langa og góða þjónustu við barnafólk leggjum við hana
niður. Einnig eigum við slatta af flottum pokum utanym Yogadýnur er einhver vill. Gólfmotturnar, eða dýnugólfið úr salnum er til
sölu. Hver motta kostar 200kr. Einnig eru hlaupabretti og ein 9 líkamsræktartæki til sölu vegna breytinganna.