29.08.2013
Við ætlum að gera extra vel við alla nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum og bjóða þeim kort í tækjasal fyrir 35.000 kr.
árið. Kortinu fylgir 10 tíma gatakort í Hot yoga. Þessi kort eru komin í sölu. Athugið að viskiptavinir þurfa að
verða 14 ára á árinu til að geta keypt kort.
28.08.2013
Já, það var fullur salur í Hot yoga kl 20 í kvöld, bjuggumst ekki alveg við því. En það eru alltaf fleiri og fleiri að
uppgötva hvað það er gott að koma inní hitann. Góð skráning er í áskorunina í september og við erum spennt að heyra
í fólki eftir þann tíma, hver ávinningurinn verður.
28.08.2013
Við hvetjum alla til að prufa þrektíma í nýja, flotta salnum. Óli verður með einn á morgun kl 16:30. Anna ætlar að pumpa
stangirnar 2x á morgun og Andrea og Guðríður munu hafa gaman saman úti 2x á morgun, þær fara frá Bjargi kl. 8 og 12. Það er
löngu orðið fullt í mjúkleikfimina og kominn dágóður biðlisti. Sjúkraþjálfararnir verða með kynningartíma
á morgun kl 17:30. Hentar öllum sem eru með stoðkerfisvandamál og vefjagigt.
27.08.2013
Ef þú kaupir kort í tækjasainn þá fylgir Bjargþrekið með sem er stór þrektími á laugardagsmorgnum kl. 9.
27.08.2013
Allir sem kaupa hóptíma 3x í viku í 15 eða 16 vikur eiga kost á fríu korti í tækjasal fram að áramótum.
Það er hægt að kaupa þessa hóptíma hjá einum kennara, tveimur eða þremur. T.d. einn spinningtíma, einn þrektíma og
einn Body Pump. Bjargþrekið fylgir þá með og frjáls mæting í tækjasal.
27.08.2013
Hvernig væri að prufa tima hjá Oda? Hann kennir 8:15 í fyrramálið og mun gera eitthvað skemmtilegt og öðruvísi. Í
hádeginu á morgun er heitur rúllutími, hann sló í gegn í gær, sjálfsnudd af bestu gerð. Þrektími hjá
Tryggva er upplifun og þá sérstaklega í nýja salnum. Hóffa verður með yndislegan Body Balance kl. 17:30 og Hot yoga fyrir þá sem
vinna lengi verður kl 20.
26.08.2013
Opna vikan byrjaði í morgun með spinningtíma hjá Tryggva. Hvetjum alla til að nota tækifærið og prufa tíma. Nýji
þreksalurinn er svakalega stór og flottur og rúmar léttilega 80 manns í tíma. Hann er líklega einn stærsti þreksalur landsins,
bjartur og vel búin. Munið svo eftir ódýru kortunum í tækjasalinn, frábær kostur fyrir þá sem eru bara að lyfta og
hlaupa. Nú eru spinninghjól í salnum og alltaf hægt að skella sér á efri hæðina ef það er ekki tími þar og gera
sínar æfingar.
21.08.2013
Það eru bara tveir dagar eftir í gamla kerfinu. Sniðugt hjá öllum sem eiga kort á gamla verðinu að láta reikna sig upp og
ákveða hvað á að gera við summuna. Halda áfram í tækjasalnum eða nota þetta í tíma hjá einhverjum.
Þökkum öllum sem hafa verið með okkur í þessi 13 ár en hlökkum til að breyta og takast á við ný verkefni með ykkur.
Vonumst til að geta greitt úr öllum vandamálum og sérþörfum viðskiptavina okkar eins og við höfum gert hingað til. Spyrjið bara
nógu mikið og tékkið á þessu öllu í opnu vikunni.
21.08.2013
Við lokum aðeins í einn dag vegna breytinganna og það er næsta laugardag. Setjum stefnuna á að færa restina niður um helgina og gera salina
tilbúna. Ef einhverjir vilja hjálpa við burð og fá kort í staðinn þá hafið samband við Óla eða Öbbu.
Eftir helgina fer svo allt á fullt, opin vika og lengri opnun.
20.08.2013
Við erum að færa tækjasalinn niður í þessari viku og byðjum fólk að sýna skilning. Á sunnudag bára 2 einstaklingar
lóð og tæki upp og niður stigann, alls 4 tonn. Salurinn er að mótaast og mun restin fara niður um næstu helgi. Væntanlegur fljótlega er
svo stór gluggi og hurð að útisvæði. Áfram flott útsýni af hlaupabrettinu.