15.11.2013
Nú líður að jólum og nóg að gera hjá flestum. Yogadömurnar þrjár ætla að koma til móts við það og
stytta tímann á sunnudögum um hálftíma. Fram að áramótum verður sá tími 60 mínútna langur. Hvetjum alla
til að gefa sér tíma til að koma inní hitann og liðka skrokkinn, bæta líkamsstöðuna og vera í núinu.
11.11.2013
Spinningtíminn á miðvikudögum kl 16:30 var aukatími fyrir áhugasama hjólara. Nú er svo komið að mæting í tímann er
of lítil til að halda honum inni. Hann mun því ekki verða næsta miðvikudag. Bendum á spinningtímana kl 8:15 á
mánudögum og 17:15 á föstudögum í staðinn.
06.11.2013
Hvetjum ykkur til að koma í Bjargþrekið á laugardagsmorgnum kl 9. Það er pláss fyrir allt að 80 manns og þessi timi er opinn fyrir alla,
líka þau sem kaupa ódýrt tækjakort. Þetta er skemmtilegur og fjölbreyttur þrektími þar sem tækjasalur og
.rektímasalurinn eru notaðir og allt sett í botn. Oftast eru tveir kennarar sem stjórna tímanaum. Ekki amalegt að byrja helgina þarna, fara svo
í pottinn og fá sér Smoothie á eftir.
29.10.2013
Nú er komin góð reynsla á stóra þrektímasalinn. Fjölbreytni þrektímanna hefur aukist og var góð fyrir.
Plássið er líka gott og það fer vel um 40 manns og hægt að vera með 60-80 manna tíma. Nóg pláss fyrir stóra danshópa t.d.
og risa þrektíma. Salurinn er til leigu fyrir sanngjarnt gjald. Hægt er að leigja hann eitt skipti eða festa hann einu sinni eða oftar í viku.
Vinnuhópar og aðrir geta leigt salinn og verið með sína tíma og sinn kennara.
24.10.2013
Bjarg er eina stöðin á Akureyri sem býður uppá tíma í heitum sal. Hot yoga er komið til að vera og margir hafa ánetjast þeim
tímum og fengið bót meina sinna, liðkast og styrkst. Heitu bolta og þrektímarnir hennar Öbbu eru líka endalaust vinsælir og margir segja
að þeir séu það besta sem þeir hafi prufað. Fjölbreyttir tímar þar sem hún tekur tabata með boltana og ýmsar aðrar
uppsetningar í hitanum. Rúllutíminn hjá Guðríði og Andreu hefur svo slegið í gegn í haust og er eitthvað sem er líka
komið til að vera. Þær eru að kenna fólki sjálfsnudd og losun með foamrúllum, golfkúlum og litlum boltum.
24.10.2013
Já, menn eru að lyfta hér til kl 11 á kvöldin og það fjölgar bara jafnt og þétt í hópnum. Við hækkum í
græjunum og þyngdirnar fljúga upp. Nýji tækjasalurinn er að virka vel, enda er búið að liggja yfir uppröðuninni í hann og alltaf
verið að laga til og halda öllu á sínum stað. Fleiri og fleiri eru farnir að notfæra sér æfingu dagsins sem Óli setur uppá
töflu í tækjasalnum. Þetta sparar heilabrot um hvað skuli gera í dag. Óli er með endalausar hugmyndir og samsetningar og hvetjum við
fólk til að skoða þennan möguleika.
16.10.2013
Núna eru ansi margir að taka sig á í meistaramánuðinum, október. Því ekki að vera með, ekki of seint að byrja
núna. T.d. að hafa samband við einkaþjálfara og vera með honum í einn mánuð. Kannski hætta gosdrykkjunni eða vanda
mataræðið í einn mánuð? Hvað er það miðað við allt lífið að fórna einum mánuði í
hollustuna?
10.10.2013
Þriðji og fjórði flokkur Þórs í handbolta og fótbolta eru með Hot yoga tíma hér á laugardögum kl 11:30. Um 40
krakkar eru að mæta og eru að standa sig svaka vel. Læra að einbeita sér, liðkast, styrkjast bæta vöðvaúthald. Einnig er gaman
að brjóta upp æfingamunstrið og gera eitthvað allt annað. Við getum tekið að okkur fleiri svona hópa, einu sinni í viku, einu sinni
í mánuði, allt í boði.
10.10.2013
Hóffa og Anný verða með svakalegan þrektíma kl 9 á laugardaginn, Bjargþrekið sem er opinn tími fyrir alla sem eiga tímakort eða
tækjasalskort. Þetta er tími sem rúmar 60 manns, nóg pláss og allt undir.
06.10.2013
Hádegishópurinn er að stækka jafnt og þétt. Hópurinn fær mjög fjölbreytta þjálfun því að í
salnum eru t.d. tvær róðrarvélar, 12 Gravitybekkir sem auka æfingaúrvalið svakalega því í bekknum er hægt að gera um 120
mismunandi styrktaræfingar. 10 líkamsræktartæki eru í salnum, 40 spinninghjól og pallar, dýnur, lóð og stagir, boltar
upphífustagir, bjöllur þyngdarboltar og svo stiginn. Það er leitun að hóptímasal sem hefur jafn fjölbreytt tæki og þessi
salur. Vegna stærðar á salnum fer vel um 40 manns og pláss fyrir 50-70 manns. Hægt er að koma inní alla hópa hvenær sem er, ekki hika
þið að koma og prufa.