Fréttir

1. maí

Það verður lokað á Bjargi 1. maí.  Allir í skrúðgöngu!

Hot Yoga kl 18:00

Mánudagstíminn í Hot Yoga sem var kl 18:30, verður kl 18:00 framvegis.

Lokað á sumardaginn fyrsta!

Það verður lokað hjá okkur næsta fimmtudag, sumardaginn fyrsta.  Allir fara út og leika sér í góða veðrinu.

Áfram strákar

Nýja námskeiðið hjá konunum er að fyllast en það bólar varla á körlunum.  Hvernig væri að breyta til og skella sér á námskeið, þurfa að mæta 4x í viku, fá aðhald og kennslu varðandi mat.  Verða síðan sáttari við sig í framhaldinu og fara inní sumarið skælbrosandi og fit?  Hljómar vel, 8 vikur fyrir 15000kr er líka gjafverð.

Fækkum tímum

Body Fit á mánudögum er hætt.  Spinning kl 18:30

Body Step

Body Steppið er hætt.  Við höldum eitthvað áfram með Body Fit tímann á mánudögum og síðasti spinningtíminn kl 18:30  á þriðjudögum verður á morgun.

Spennandi námskeið fyrir karla og konur!

22. apríl byrja Abba og Óli með tvö námskeið.  4 vikur, æfingar 3-4x í viku, og 4 vikur fríar.  Innifalið er vikuleg fræðsla í netpósti, mælingar og vigtun, þolpróf, aðgangur að öllum tímum, tækjasal og glæsilegu útisvæði með heitum pottum og gufubaði og frí barnagæsla.  Konurnar eru kl 16:30 og karlarnir kl 17:30. Umsjón hafa Óli og Abba.  Hann sér um prógröm og kennslu í tækjasal, spinning og þrek, hún sér um mælingar, fræðslu, heita þrektíma, Hot Yoga og Body Balance.  Skráning hefst 16. apríl.  Þetta er námskeið sem kemur ykkur í form fyrir sumarið, frábær blanda af tímum og tækjasal.

Spinning fellur niður

Vegna masterclass tímans í Zumbu í dag kl 18:30 fellum við niður spinningtímann.  Von er á miklum fjölda og þarf hópurinn báða salina.

Opið fyrir alla sem vilja prufa!

Nú eru námskeiðin að klárast og 1-4 vikur eftir.  Einhverra hluta vegna fækkar alltaf þegar dregur að lokum námskeiða.  Því ætlum við að opna suma tímana til að leyfa öðrum korthöfum á Bjargi að prufa.  Gravity vefjagigt kl 18:30 á mánudögum og miðvikudögum, þar er pláss fyrir um 8 manns aukalega fram til 10. maí.  Gravity Extra kl 16:30 á þriðjudögum og fimmtudögum er fyrir þau sem eru 30 kg of þung eða meira.  Nýtt líf kl 9:30 4x í viku, 2x þrek á mánudögum og miðvikudögum, heitur tími með bolta og fleira á fimmtudögum, Gravity á föstudögum.  Það er líka pláss fyrir nokkra að prufa Nýja útlitið kl 16:30 en þar er heitur tími á þriðjudögum og fimmtudögum, en Gravity á mánudögum og miðvikudögum.  Nýr lífsstíll er svo kl 18:30 á mánudögum og miðvikudögum og 10:30 á laugardögum, góðir þrektímar. Við ætlumst ekki til að fólk komi í alla tímana heldur prufi einn og einn ef áhugi er fyrir.

Sumartilboð

Frá 1. maí gilda kreppukortin allan daginn og í allt.  Frábært tilboð á 6600kr mánuðurinn.  1. júní má síðan búast við afgerandi tilboði á kortum.