06.04.2013
Í kringum miðjan maí byrjum við með sumardagskrána. Morguntímar verða kl 6:10, 8:15 og hádegisþrek 3x í viku. Í
miðri viku verða einn til tveir tímar verða í boði seinni partinn. Body Pump, Hot Yoga, Body Balance, spinning, þrektímar, heitir
Þrektímar og Zumba verða örugglega áfram. Ólatíminn verður svo þar til Óli fer í sumarfrí. Barnagæslan
hættir 1. júlí.
06.04.2013
Vikan sem fer í hönd verður prófraun á hvaða tímar fara að falla út. CXWORX á þriðjudögum er hættur en
það verður einn spinningtími í viðbót kl 18:30. Body Step og Body Fit á mánudögum eru líka frekar fámennir en verða
keyrðir eina viku í viðbót. Þrektíminn á fimmtudögum kl 16:30 er hættur. Þeir sem hafa mætt í hann geta farið
í heitan tíma hjá Öbbu eða Gravity hjá Tótu næstu tvær vikurnar.
02.04.2013
Anna er lasinn í dag og því verður Abba með lóðaþrekhring í dag kl 17:30 í Body Pump tímanum. Óli kennir spinning kl
18:30 í 45 mín og CXWORX fellur niður. Líklega er sá tími hættur vegna lélegrar aðsóknar. Combatið fellur niður
á morgun.
29.03.2013
Laugardaginn 30. mars kl. 12:00 verður ekta stuðdanstími að hætti Evu. Dansþyrstir láti sig ekki vanta!
28.03.2013
Sögur sem ganga um Bjarg núna eru stórlega ýktar. Það stendur mikið til næsta haust, breytingar sem eru öllum til hagsbóta.
Það mun allt skýrast á næstu vikum. Við erum ekki að fara neitt heldur að endurnýjast og breyta til. Hlökkum til að takast
á við framtíðina. Fylgist vel með heimasíðunni og talið við okkur, ekki hlusta á sögur út í bæ.
26.03.2013
Viltu sterkari kjarna, kvið og bakvöðva? Ef svarið er já þá bendum við ykkur á CXWORX tímana kl 19:00 á
þriðjudögum. Hóffa kennir nýja prógrammið sem er áskorun fyrir alla. Tímarnir eru krefjandi en henta samt þeim sem eru að
byrja. Tilvalið að taka 30 mínútna spinningtíma á undan.
26.03.2013
Athugið að allir tímar eftir hádegi falla niður á morgun, miðvikudag 27. mars. Morguntímarnir halda sér. Tækjasalurinn verður
hins vegar opinn eins og vanalega frá 6 til 21.
23.03.2013
Það er opið á morgun Pálmasunnudag í tækjasalnum, engir tímar. Miðvikudaginn fyrir páska falla allir tímar niður eftir
hádegi. Lokað verður á Skírdag og föstudaginn langa, einnig páskadag og annan í páskum. Laugardaginn fyrir páska verður
Tóta með stóran þrektíma fyrir alla kl 10. Body Balance og lífsstíll falla niður. Evudans verður á sínum stað kl
12.
22.03.2013
Síðasti föstudags teygjutíminn er í dag. Heitur tími kl 16:30 þar sem Guðríður og Andrea nota bolta, foamrúllur,
golfkúlur og fleira til að nudda, teygja og losa. Allir velkomnir.
20.03.2013
Elvar Guðmundsson Hot Yoga kennari er farinn suður til að vinna hjá RÚV. Við söknum hans strax en óskum honum velfarnaðar í nýju
starfi. Bryndís og Hólmfríður tóku yfir tímana hans og munu jógast áfram með okkur fram á vorið.