03.01.2013
Tryggvi og Anna fóru á mjög spennandi kennaranámskeið í nóvember hjá Les Mills. Nýtt kerfi sem heitir Grit og er fyrir fólk
í góðu formi sem vill fara lengra. Þau munu verða með námskeið kl 6:10 á morgnana á þriðjudögum og fimmtudögum eftir
miðjan janúar. Svakalega spennandi, skemmtilegt og öflugt kerfi.
03.01.2013
Ósk Jórunn hefur boðið uppá Gravitytíma fyrir 60 ára og eldri núna í líklega 2 ár. Tímarnir eru á
mánudags og fimmtudagsmorgnum og byrja núna á mánudaginn kl 10:30
02.01.2013
Óskum öllum gleðilegs árs með þakklæti fyrir gott líkamsræktarár. Við stefnum að skemmtilegu ári og vitum að 2013
verður einstakt fyrir fögur fyrirheit. Byrjum samt rólega en setjum allt á fullt að loknum jólum 7. janúar. Skoðið tímatöfluna
vel því einhverjir tímar falla niður fram yfir næstu helgi.