Fréttir

Ódýrt að æfa

Ef þú kaupir árskort í tækjasalinn, 4083 kr. mánuðurinn, æfir ca. 4x í viku að þá kostar hvert skipti um 200 kr.  Er hægt að sleppa þessu?  Heitir pottar, gufubað, leiðsögn í sal, æfing dagsins 3x í viku þannig að þú færð alltaf eitthvað nýtt og spennandi frá þjálfaranum.  52 þrektímar fylgja kortinu.

Gluggarnir að koma!

Það er verið að saga götin fyrir gluggana í tækjasalnum næstu 3 daga og því smá hávaði og einhver truflun.  Byðjum viðskiptavini að afsaka óþægindin sem af þessu verða.  Það verður opið hjá okkur meðan á þessu stendur.  Eftir stendur svo bjartur og fallegur tækjasalur með flottu útsýni og aðgengi að útisvæði.

Brjargþrekið!!!!

Óli og Tóta verða með stóra þrektímann í fyrramálið.  Síðast komu 35 og við viljum fá 55 núna.  Þau verða með allt undir, tækjasal og stóra þreksalinn, stigann og hjólin, spennandi.

Margir í Hot yoga

Það er frábær þátttaka í Hot yoga áskoruninni og sumir tímar vel fullir.  Í gær var ansi þröngt og við ætlum því að stækka salinn á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 og þá komast auðveldlega 50 manns inn.

Hjólin upp

Það þarf meira pláss fyrir spinninghjólin og við eigum 40 hjól og salurinn uppi rúmar þau léttilega með öllu hinu og gólfplássinu.  Því höfum við ákveðið að færa hjólin upp og gefa fleirum tækifæri á að spinna.  Plássið í kringum hvert hjól verður meira, enn betra loft og möguleiki á góðu gólfplássi fyrir teygjur á eftir.  Gerum spinningsalinn að teygjusal og getum þá komið fleiri tækjum inní tækjasalinn, æði!

Unglingaþrek

Núna er frí kynningarvika í unglingaþrekinu hjá Tótu.  Tímarnir eru kl 15:30 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.

Hot yoga áskorun

Stór hópur er komin í Hot yoga áskorunina í september.  Við byrjum á morgun kl. 16:30.  Smá breyting er á morguntímanum á þriðjudögum hann verður kl. 9:15 og kvöldtíminn á miðvikudögum er kl. 20.00 ekki 20:30.  Annað er eins og var auglýst.  Jógakennararnir eru spenntir að byrja og spennandi verður að fylgjast með fólkinu sem kemur, framförum og bættri líðan. 

Allt að byrja

Opna vikan er að baki og nú fer allt í gang.  Frítt verður í Dalily Hiit kl. 6:10 í næstu viku hjá Öddu Þóru og Tótu fyrir alla sem vilja prufa skemmtilega morguntíma.  Það verður líka opið fyrir þá sem vilja prufa hádegisþrekið í næstu viku og skvísur og stælgæja kl 16:30.  Frjálst er að prufa súperspinning á sunnudögum hjá Önnu.   Enn er laust í einhverja hópa og sumir eru fullir.  Ekki hika við að hafa samband og kanna málið.

Bjargþrekið

Stóri þrektíminn á laugardagsmorgnum kl. 9 sem enginn má missa af.  Krakkarnir geta farið í krakkajóga á meðan og svo fara allir í pottinn á eftir.  Hljómar vel, er það ekki?

Æðislegir rúllutímar!

Fólkið kemur í sæluvímu út úr heitu rúllutímunum.  Sjálfsnud af bestu gerð í hita og notalegheitum.  10 tíma kort á 10.000 kr.