Útitímar

Það er líklega engin stöð á Íslandi með eins flotta útiaðstöðu og Bjarg.  Núna erum við með suma tíma úti á pallinum góða.  Möguleiki á stuttum hlaupahringjum á stígum í kring til að krydda þrektímana og tónlist til að halda okkur við efnið.  Óvissuhóparnir fá líka að vera á pallinum og jamma og dansa.  Vonum að sumarið verði svona gott áfram.