14.08.2008
Það verður opin vika hjá okkur eins og undanfarin ár í lok ágúst. Þá geta allir sem eru 14 ára eða eldri æft frítt í heila viku. Gott að athuga hvað hentar ykkur, prufa nokkra tíma, tækjasalinn og pottana.
13.08.2008
Við byrjum með námskeið í Gravity Pilates 26. ágúst. Pilates er einstök leikfimi sem allir ættu að kynna sér, hvort sem þeir eru byrjendur eða íþróttamenn í toppformi.
11.08.2008
Það eru komin drög að töflu fyrir haustið. Hún fer á fullt 1. september og hluti af henni í opnu vikunni 25.-31. ágúst. Taflan er full af spennandi tímum og viljum við fá ykkar viðbrögð, sendið á abba@bjarg.is.
11.08.2008
Gæslutíminn breytist 1. september. Þá verður gæslan á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 08:00-11:00. Gæslan verður svo frá 16:30-19:30 alla virka daga og 09:00-13:00 á laugardögum.
06.08.2008
16. ágúst verður keppt í sjöunda sinn í þríþraut og hefst keppnin í sundlauginni á Laugum kl 10:00. Heimilt er að taka þátt í einstökum greinum eða öllu.
06.08.2008
Því ekki að klára sumarið með stæl á 4 vikna Vo2max námskeiði sem við köllum "Fljúgandi start". Námskeiðið byrjar 18. ágúst, tímar verða 5x í viku og er námskeiðið því mjög fjölbreytt.
04.08.2008
Nú er búið að helluleggja gangstétt meðfram öllu húsinu og njólinn farinn. Bærinn er líka að ganga frá sínu svo nú er allt að verða mjög flott í kringum Bjarg.
04.08.2008
Það voru 18 manns sem fóru á Snæfell á vegum Bjargs/afmælisferð. Þetta er eina ferðin sem við höfum auglýst sem hópferð. En flestir eru duglegir að drífa sig á fjöll í góðu veðri þegar þeim hentar. Því ákváðum við að vera ekki að auglýsa fleiri göngur.
01.08.2008
Smá tilkynning til þeirra sem voru í óbyggðaferðinni sl. helgi. Það eru komnar uppskriftir og hlekkir inná myndir hér undir flottu myndinni af okkur Óla til hægri.
30.07.2008
Þá er komið að verslunarmannahelginni og margir á faraldsfæti. Við styttum opnunartímann þessa helgi:
laugardagur 2. ágúst lokað,
sunnudagur 3. ágúst opið 10 - 13,
mánudagur 4. ágúst opið 10 - 13.