21.09.2008
Næstu Gravitynámskeið hefjast 6. október og er skráning hafin. við breyttum tímanum á námskeiðinu sem var kl 16:15 í 16:30 til að ná barnagæslunni sem byrjar 16:30 alla virka daga.
20.09.2008
það voru um 300 manns sem mættu og fóru upp að Skíðastöðum. Stemmingin var góð og frábært að sjá hvað margir fóru alla leið. Heilu fjölskyldurnar komu og börn í barnavögnum, fólk með hunda og hestamenn.
20.09.2008
Súperspinningí 2 klst, 5 kennarar, fullt af frábærri tónlist, óskalög, hægt að bjóða í og losna við kennarann, fá kennarahjólið, láta Öbbu þegja og Binna fara úr að ofan.
17.09.2008
Það verður opinn kynningartími á Bjargboltanum sunnudaginn 21. september kl 10:30. En nýtt námskeið byrjar 23. september og er kennt tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum.
15.09.2008
Næsta laugardag verður lífsstílstíminn sem átti að vera kl 11:30 á Bjargi úti. Við hvetjum ykkur til að mæta í gönguna fyrir Gísla og fjölskyldu kl 10:30-11:00.
15.09.2008
Davíð Kristinsson næringar og lífsstílsþerapisti verður með fyrirlestur um rétt mataræði hér á Bjargi þriðjudaginn 23. september kl 20:45. Fyrirlesturinn er fyrir alla sem eru á lífsstílsnámskeiðum, Gravity námskeiðum, Vo2max og Bjargboltanum.
12.09.2008
Margir eru eflaust búnir að fá póst með beiðni um stuðning við Gísla sem lenti í hjólaslysinu 2. september í Kjarnaskógi og lamaðist fyrir neðan brjóst.
09.09.2008
4 vikna Vo2max námskeiðið er að klárast í þessari viku. Nýtt 10 vikna námskeið hefst 22. september og verður til mánaðamóta nóv/des og síðan æfa allir frítt út árið.
09.09.2008
Það er skrítið hvað aðsókinin í tímana sem eru kl 18:30 er dræm. Það er samt troðfullt á lífsstílsnámskeiðinu kl 18:30 (50 manns).
09.09.2008
Ósk byrjaði með Gravity námskeið fyrir 60 ára og eldri í gærmorgun. Námskeiðið er tvisvar í viku kl 09:30 og stendur í 4 vikur. Það er hægt að komast að fyrir áhugasama, 4 sæti laus.