16.11.2008
Kreppukortin hafa selst vel og fólk verið þakklátt fyrir þetta góða boð. Við ætlum að bjóða þau áfram út árið og sjá svo til.
14.11.2008
Binni verður með brjálað rokkþema í spinning í dag kl 17:30. Allar sortir af rokki frá öllum tímum. Hann mætir að sjálfsögðu með sólgleraugun og í viðeigandi dressi.
10.11.2008
Það er alltaf fullt í öllum spinningtímum og súperspinningtíminn á sunnudaginn var líka fullur. Spinning er frábær þjálfun og gott að koma og losa um spennuna, svitna í myrkrinu og hlusta á góða tónlist.
10.11.2008
Það eru margir að nýta sér fría Body Jam tíma á laugardögum. Síðast mætti heill vinnustaður og skemmti sér vel. Jammið er ekki erfitt og ef ykkur finnst skemmtilegt að hreyfa ykkur eftir tónlist þá eru þetta tímarnir. Geggjuð spor og klikkuð tónlist.
05.11.2008
Afreksskóli Þórs er nýr valkostur fyrir krakka sem stefna lengra í íþróttum. Þessi hópur er að lyfta hjá okkur svo og meistaraflokkur Þórs í knattspyrnu. Allir Þórsarar (14 ára og eldri) sem eru að æfa handbolta, körfu eða fótbolta geta keypt mánaðarkort á 4000kr. Það þarf að sýna skírteini eða kvittun um að viðkomandi sé að æfa.
03.11.2008
Það eru allir orðnir leiðir á krepputalinu og því best að æfa sem mest og njóta lífsins.
Við höfum ákveðið að koma til móts við það fólk sem getur einhverra hluta vegna æft um miðjan daginn. Bjóðum mánaðarkort á 4900kr
31.10.2008
Abba ætlar að vera með kreppuþema í spinning í dag. Við kreppum hnefann, kreppum tær, kreistum aftur augun og hlustum á skemmtilega krepputónlist. Bar taumlaus gleði og allir með kryppu á bakinu.
31.10.2008
Á mánudaginn var 8 vikna uppgjör hjá Lífsstílshópunum. 3 náðu að létta sig um 10% af þyngd eða meira og fóru tvær í 13-14% léttingu. Þær fengu allar 6 mánaða kort fyrir árangurinn.
29.10.2008
Það eru allir að nota kortin sín vel núna og mæta í ræktina. Í gær voru tveir 30 manna spinningtímar í röð, yfir 20 konur í Body Vive, 30 í Pumpinu, 22 í Boxinu, Vo2max hópurinn, 18 í Balance, hópur frá Kaupþingi, Handboltastrákar í Body Pumpi og svo allir sem komu í salinn. Þannig að um 200 manns komu bara í tíma.
20.10.2008
Nú er síðasta vikan að hefjast hjá þeim sem skráðu sig á 8 vikna lífsstílsnámskeið. Flestir eru á 13 vikna námskeiði sem klárast í byrjun desember. En það losna nokkur pláss síðustu 5 vikurnar og er hægt að komast að í hópana 3, kl 09:30, 18:30 og 19:30.