03.09.2008
Sumir eru mjög vanafastir í sinni líkamsrækt. Það er gott að breyta til reglulega og stunda fjölbreytta hreyfingu. Skoðaðu úrvalið af tímunum í tímatöflunni og skipulegðu eina eða tvær vikur þar sem þú ferð á milli og prófar sem flest.
31.08.2008
Opnu vikunni lauk í dag og það voru um 1000 nöfn í gestabókinni. Við drógum út 6 númer og eftirtaldir fá mánaðarkort í vinning: Húni Heiðar Halldórsson, Unnur Lára Halldórsdóttir, Jón M. Ragnarsson, Jóhann Orri Jóhannsson, Unnur Valgeirsdóttir og Guðrún Kristín Björgvinsdóttir.
30.08.2008
Lífsstílsnámskeiðin byrja mánudaginn 1. september. Rúmlega 100 manns ætla að leggja í þessa 8-13 vikna ferð með Öbbu og hinum kennurunum. Námskeiðin eru sérstaklega spennandi núna því allt fræðsluefnið er nýtt og ef þátttakendur eru duglegur mun árangurinn verða góður.
28.08.2008
Það er löngu orðið yfirfullt á lífsstílsnámskeiðið kl 18:30 og langur biðlisti. Enn er hægt að komast að kl 19:30 og 09:30. Námskeiðin verða með nýju sniði og allt fræðsluefnið er nýtt.
21.08.2008
Þá er búið að merkja húsið. Snorri Guðvarðsson málaði logóið okkar á báða gafla hússins. Það er komin ný lýsing þannig að þetta sést vel og er líka glæsilegt á kvöldin.
21.08.2008
Leikurinn við Spánverja er í hádeginu á morgun og við búumst ekki við að margir mæti í tímann og höfum því ákveðið að fella hann niður.
21.08.2008
Abba er að drepast úr monti núna og skipar öllum að óska sér til hamingju. Ástæðan er að Vésteinn bróðir hennar er þjálfari Ólympíumeistarans í kringlukasti karla.
18.08.2008
Það voru um 25 manns sem byrjuðu á námskeiði í dag hjá Óla sem við köllum fljúgandi start. Hópurinn hittist 5x í viku og púlar saman og markmiðið er að breyta góðu formi í toppform á 4 vikum.
15.08.2008
Frá og með 25. ágúst lengjum við opnunartímann um 2 klst á dag nema eina á sunnudögum. Það verður því opið til 22:00 á virkum dögum, 20 á föstudögum, 16 á laugardögum og 14 á sunnudögum. Barnagæslan breytist 1. september.
14.08.2008
Slagorðið okkar er "náttúrulega" og vísar í að við notum náttúrulegar leiðir í þjálfun og mataræði og svo að Bjarg er sjálfsagður kostur.