12.05.2008
Í dag tekur sumartaflan okkar gildi. Hún er fjölbreytt að venju en hægt er að velja um 25 opnatíma fyrir korthafa stöðvarinnar auk þess sem hjólahópur hjólar héðan tvisvar í viku og hlaupahópur UFA hleypur eins og á hverju sumri. Auk þess höfum við bætt...
07.05.2008
Hjólahópurinn hóaði á fyrstu æfingu í gær og mættu 14 manns. Byrjum formlega í næstu viku. Hvetjum fólk til að vera með, en vörum jafnframt við að hópurinn er ekki fyrir byrjendur.
07.05.2008
Abba var örlát á verðlaunin hjá lífsstílshópunum að vanda. Ein fékk 9 mánuði og tvær 8 mánuði í verðlaun, 3 fengu svo 3 mánaða kort á Bjarg.
03.05.2008
Gerður og Abba voru með fínan Body Jam tíma á föstudag en það mættu bara þrjár konur. Svo við höfum ákveðið að hætta með Jammið á föstudögum en Gerður ætlar að halda áfram og vera með tíma á laugardögum kl 13:00 fyrir dansáhugafólk.
26.04.2008
Það verður frítt í Ólatíma í maí, en þeir eru á laugardagsmorgnum kl 09:00. Alltaf jafn vinsælir tímar og í morgun voru t.d. 40 manns. Óli sér oftast um þessa tíma og þeir eru erfiðir en skemmtilegir, fólk svitnar vel og mæðist aðeins.
23.04.2008
Við erum komin með tillögu að nýrri sumartöflu. Ætlum að freista þess að vera með útitíma, skokk/ganga og svo æfingar/þrek á eftir eða inn á milli.
23.04.2008
Núna eru síðustu Gravity námskeið vetrarins í gangi og Bjargboltinn, Vo2max og Nýr lífsstíll eru á endasprettinum. Allir sem eru að klára námskeið í byrjun maí fá að æfa frítt út mánuðinn.
23.04.2008
Við gerum einstaklega vel við barnafólk með því að bjóða fría barnagæslu. Hún verður áfram í sumar, þrisvar í viku á morgnana og alla eftirmiðdaga nema föstudaga.
21.04.2008
Hrafnhildur Björnsdóttir danskennari (kenndi Body Jam) er stödd hér og mun kenna latino Fever í staðinn fyrir Body Vive á morgun, þriðjudag kl 16:30.
21.04.2008
Liðin frá Bjargi voru að sjálfsögðu langbest á þrekmeistaranum. Þau vönduðu sig og gerðu allt rétt, eiginlega of rétt. En stelpurnar urðu í ellefta sæti og strákarnir sjötta.