Fréttir

Allir út að hlaupa, Abba er byrjuð!

Já, nú er engin afsökun, Abba ætlar að mæta með hlaupahópi UFA á fimmtudögum og stundum á þriðjudögum.

Partý Vive

Stór kynningar og partýtími í Body Vive verður á föstudaginn(11. janúar). Hóffa, Birgitta og Abba verða allar að kenna og mæta að sjálfsögðu í fjólubláu, en það er litur Body Vive.

RPM spinning

Það voru 48 konur í konutímanum í gær og þeim á eflaust eftir að fjölga. Vegna þessa fjölda þurfum við að nota báða salina fyrir þennan tíma á miðvikudögum eins og mánudögum.

Byrjandinn!

Hvernig er best að byrja? Hvað er hagstæðasta kortið? Best er að byrja á því að labba á hlaupabrettinu og fá kennslu í tækjasalnum, mappa við afgreiðslu. Einnig er gott að byrja á lífsstílsnámskeiði því þar færð þú allan pakkann.

BODY COMBAT!

Loksins, loksins myndu sumir segja. Já, við erum komin með Body Combat inn í tímatöfluna. Ætlum að byrja með einn tíma á viku kl. 18:30 á miðvikudögum.

Gravity námskeiðin óðum að fyllast

Gravity eru tímar sem hafa algjörlega slegið í gegn hjá okkur. Það verða bara allir að prufa þetta kerfi. Árangur sést fljótt og það sem er best, þetta hentar öllum.

Body Vive tvisvar í viku

Þessir tímar eru algjör snilld fyrir konur á öllum aldri. Skemmtilegar æfingar með lítinn bolta og teygju, frábær tónlist og lúmskt erfiðir. Við vorum með einn tíma fyrir áramót, kl 16:30 á þriðjudögum.

Geggjuð gleði!

Það var sko gaman í áramóta-gleðitímanum. Um 70 manns mættu og Abba byrjaði með diskó/kántrý upphitun. Hún og fleiri voru í Jane Fonda stílnum og margir skemmtilega klæddir.

NÁMSKEIÐ!!!!

Nú er skráning í gangi á 7 Gravity námskeið, 3 lífsstílsnámskeið og eitt Gravity Pilates námskeið. Gravity námskeiðin hefjast 7. janúar, Pilates 8. janúar og lífsstíllinn 14. janúar.

Allir tímar inni!

Bendum fólki á að þeir tímar sem við fellum út stuttu fyrir jól eru komnir inn aftur. Skoðið tímatöfluna vel og hvernig væri að drífa sig af stað.