07.12.2007
Byrjum að skrá á öll námskeið 10. desember. Gravitynámskeiðin byrja 7. janúar, Gravity Pilates byrjar 8. janúar og Lífsstílsnámskeiðin 14. janúar.
07.12.2007
Það er frábær mæting í suma tíma eins og báða spinningtímana hjá Tryggva í dag, 27 í morgun og 17 áðan í Þematímanum. En það voru fáir í Body Step tímanum á fimmtudaginn og líka í Body Pumpinu.
05.12.2007
Þá eru lífsstílsnámskeiðin búin í bili. Fletir voru á 14 vikna námskeiði og slatti á 7 vikna. Góður árangur náðist og ótrúlega góður hjá sumum.
03.12.2007
Ef þið viljið sjá hvernig opið er um jólin og hvaða tímar falla niður þá er það komið í stikuna hér til hægri undir jól á Bjargi.
29.11.2007
Því miður fellur Body Balance tíminn í kvöld niður. En á laugardaginn ætla Hulda, Hólmfríður og Aðalbjörg að frumflytja nýtt kerfi með fullt af góðum æfingum og frábærri tónlist eins og vanalega.
28.11.2007
Bætum við opnum Gravitytíma á miðvikudagsmorgnum kl. 09:30. Námskeiðin eru óðum að klárast og verður þessi tími þrisvar nú í desember og sá fyrsti miðvikudaginn 5. desember.
27.11.2007
Núna er lokavikan í gangi hjá Lífsstílshópunum þremur. Flestir eru að klára 14 vikna námskeið og nokkrir 7 vikna tíma. Lokatíminn hjá öllum verður mánudaginn 3. desember
27.11.2007
Binni verður með SVEITT þema í spinningtímanum á föstudaginn næsta. Sá eða sú sem svitnar mest fær verðlaun.
26.11.2007
Jólauppskriftirnar eru komnar hér í hægri stikuna. Kíkið á þetta, fullt af skemmtilegum hugmyndum sem allir geta notað. Nú er ein vika eftir á lífsstílsnámskeiðunum og margir að ná 10% léttingunni á 14 vikum.
23.11.2007
Síðastliðin 2-3 ár höfum við boðið uppá rokktónlist í tækjasalnum á miðvikudögum. En núna hefur enginn verið til að stjórna tónlistinni þannig að rokkið fjaraði út.