Fréttir

Frábær helgi!

Það var gríðarleg aðsókn í tímana um helgina. 48 manns í Ólatíma, 35 í Body Balance á laugardegi og 28 Á föstudegi og geggjað í jamminu og þar mættu stelpurnar í dansdressunum og skemmtu sér.

DEKURHELGI BJARGS, Dömulegir dekurdagar á Akureyri

Við höfum alltaf verið með dekurhelgi í október og núna fellur hún inní Dömulega dekurdaga á Akureyri. Við ætlum að dekra við dömurnar en strákana líka. Dagskráin sést undir myndunum af speglunum hér til hægri. Við byrjum í fyrramálið og skemmtum okkur með öðruvísi spinningtíma kl 06:20.

Ódýrt að æfa?

Ef eitthvað er ódýrt á Íslandi þá er það líkamsrækt. Við viljum benda fólki á að athuga hvað mánuðurinn kostar. Skólafólk borgar 3700kr fyrir mánuðinn(miðað við árskort) og allflestir aðrir um 3900kr. Hvað færð þú fyrir þennan pening í dag?

Frítt í Body Jam á laugardögum!

Við ætlum að létta lund Akureyringa með því að hafa frítt í Body Jam fram að jólum. Það er frábært að koma hingað kl 13:00 á laugardögum og fá útrás í dansi, svitna og losa sig við áhyggjur vikunnar.

Matreiðslukennsla í Nettó

Nettó og Yggdrasil bjóða öllum sem eru á námskeiðum á Bjargi(lífsstíll, Gravity, Bjargboltinn, Vo2max) í matreiðslukennslu í búðinni þriðjudagskvöldið 7. október kl 20:00-21:00.

Tónlistarkvöld á miðvikudögum!

Við ætlum að hækka tónlistina í tækjasalnum á miðvikudagskvöldum eins og undanfarna vetur. Vorum með rokkkvöld fyrst en núverandi tónlistarstjóri er meira í remixinu og dans/teknó tónlistinni.

Gravity 60+

Ósk Jórunn sjúkraþjálfari hefur verið með Gravity námskeið fyrir 60 ára og eldri kl 09:30 tvisvar í viku. Nýtt námskeið hefst á mánudaginn og eru 4 bekkir lausir.

Bætum við Gravity Plús og opnum bjargboltatíma!

Við ætlum að bæta við tveimur tímum vegna fjölda áskorana. Gravity Plús er erfiður Gravitytími sem kemur inn á fimmtudagana kl 17:30 og byrjar í næstu viku. Það þarf að skrá sig í þessa tímaog skráning hefst á laugardegi.

Frábær Les Mills vika

Það var æðisleg stemming í troðfullum Body Balance tíma í gær. Nýju æfingarnar er góðar, tónlistin frábær og kennararnir 3 stóðu sig vel. Body Pumpið, Steppið og Vivið var að virka vel líka og geggjuð stemming í öllum tímunum.

Body Step og Pump í dag

Hóffa og Jóna verða með nýtt Step í dag kl 16:30. Einfaldur en skemmtilega öflugur pallatími þar sem svitinn lekur, lærinn stinnast og kúlurassinn verður sætari.