03.04.2010
Það er fullt af ferðafólki á Akureyri yfir páskana og við finnum fyrir því. Fullt af viðskiptavinum samstarfsstöðvanna víðs vegar um landið hafa verið að mæta hér og æfa.
02.04.2010
Næstu Gravitynámskeið hefjast mánudaginn 12. apríl. Skráning er hafin og sum námskeiðin eru að fyllast. Verðum með tíma kl 06:15, 08:30, 16:30, 17:30 og 18:30.
26.03.2010
Því miður duttu allir Body Jam tímarnir út í auglýsingunni í N4 um opnu Les Mills vikuna. Það eru 3 tímar á viku í Body Jam og þeir eru að sjálfsögðu opnir fyrir alla sem vilja prófa. Í hádeginu á þriðjudögum, kl 20:30 á miðvikudögum
25.03.2010
Óli ætlar að spila af vinsældalistanum frá 1985 í þemaspinning á morgun kl 17:15. Fullt af skemmtilegum lögum með góðum sveitum frá þessum tíma.
23.03.2010
Við verðum með frítt í alla Les Mills tíma frá fimmtudegi til miðvikudags. Opið fyrir alla sem vilja prufa Body Pump, Step eða annað og eiga ekki kort á Bjargi. Velkomið að fara í heita potta og gufubað á eftir.
23.03.2010
Combat kennararnir ætla að frumflytja nýtt Combat á föstudag, 26. mars kl 17:30. Mætið endilega í bardagafíling með griplur og hárbönd eins og Rocky!!
Þessi tími lendir inní Les Mills vikunni svo endilega takið með ykkur gesti.
23.03.2010
Inga Steinlaug verður með annan kynningartíma í Body Attack á fimmtudag 25. mars kl 18:30. Þetta er hluti af Les Mills vikunni og því frítt inn fyrir alla sem eru 14 ára og eldri. Skemmtilegur þoltími.
23.03.2010
Það verður opið á Pálmasunnudag eins og á venjulegum sunnudegi en súperspinning fellur niður. Lokað verður á Skírdag, Föstudaginn langa og á Páskadag. Laugardagurinn fyrir páska er venjulegur með öllum tímum. Það verður opið á annan í páskum frá kl 10-13.
17.03.2010
Við hvetjum alla til að prufa Body Balance. Ótrúlega góðar æfingar sem henta öllum, fólki í góðu formi og byrjendum. Núna er öflugt sverðþema í Tai Chi, 8 mínútna samfelldar læra og rassæfingar, erfiðar og skemmtilegar kviðæfingar.
15.03.2010
Davíð Kristinsson næringarþetrapisti og einkaþjálfari verður með fyrirlestur um hollan lífsstíl hér á Bjargi kl 20 fimmtudagskvöldið 18. mars. Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi