25.05.2010
Við erum að fá ný sumarprógrömm í LesMills kerfunum og því von á nýju Body Pumpi, Balance, Jammi og Combati í næstu viku. Hvetjum alla sem ekki hafa prufað þessa tíma að gefa þeim séns.
25.05.2010
6 manns fóru á Kerlingu í gær og fengu besta útsýni sem völ er á og frábært veður. Fætið var erfitt, háar hnélyftur í djúpum snjó stóran hluta sf leiðinni og gott að vera í bærilegu formi.
23.05.2010
Eva kenndi Body Jammið úti í gær í sólinni. Gerum það áfram þegar veðrið er gott og Gerður ætlar að halda áfram með hádegis Body Jam tímann fram í júní á þriðjudögum kl 13:10.
23.05.2010
Það verður barnagæsla í allt sumar en tíminn styttist aðeins. Gæslan er 3 morgna frá 08:15-10:30 og alla eftirmiðdaga nema föstudaga frá 16:30-18:30. Munið að gæslan kostar ekkert og er opin fyrir utan þennan tíma fyrir eldri krakka sem ganga vel um.
20.05.2010
það verður opið á hvítasunnudag eins og á venjulegum sunnudegi og á annan í hvítasunnu frá kl 10-13. Allir tímar falla niður á mánudeginum.
20.05.2010
Mömmunámskeiðin hafa gengið frábærlega og er námskeið númer tvö að klárast núna. Verðum næst með 4 vikna námskeið sem byrjar 7. júní.
20.05.2010
Ný námskeið fyrir unglinga fædda 1995-98. 4 vikna námskeið þar sem krakkarnir fá markvissa þjálfun og góða kynningu á líkamsrækt. CrossFit, hjólreiðar, útihlaup, þrektímar, tækjasalur og fleira.
18.05.2010
Skráning er í gangi í þessar ótrúlega flottu fjallgöngur. Haraldur leiðsögumaður segir að ef þú getur klárað Ólatíma þá getur þú gengið á þessi fjöll. Hnjúkurinn er 6. júní
18.05.2010
Núna eru lífsstílsnámskeiðin komin í sumarfrí. Aldrei hafa jafnmargir verið á þessum námskeiðum og sl vetur. Þurftum að bæta við einum hóp fyrir áramót. Góður árangur náðist hjá öllum og þá helst í því að komast í gott form, læra á líkamann og að borða rétt. Berglind Hauksdóttir
18.05.2010
Gerður leikskólakennari og Body Jam kennari ætlar að sinna krökkunum í sumar. Hún verður með 4 vikna námskeið í krakkajóga, þar sem hún blandar saman hreyfileikjum, tónlist, jóga og slökun.