Fréttir

Body Vive, Nýja Sjáland og Abba

Abba ætlar að kenna Body Vive í konutímanum á fimmtudaginn. Þetta er síðasti tíminn hennar áður en hún fer til Nýja Sjalands. Hún ætlar að kenna á ensku og æfa sig fyrir DVD upptökuna sem hún er að fara í fyrir Body Vive nr 17.

Boxercise og Body Attack

Við ætlum að setja inn Boxercise næsta vetur þar sem Tryggvi og Anný boxmeistarar eru mætt á svæðið. Inga Steinlaug er komin með kennararéttindi á Body Attack og stefnan er að setja inn þannig tíma,

Nýtt extreme námskeið

Þá er komið að því, námskeiði sem allir hafa beðið eftir, Extreme námskeið hjá Öbbu. Tímar 5x í viku, Gravity þar sem bekkirnir verða notaðir í þrekhring með öðrum æfingum líka, 3x í viku og spinning 2x í viku. Tímarnir verða kl 16:30

Skráning á námskeið næsta haust.

Við munum hefja skráningu á haustnámskeiðin í byrjun ágúst. Ef fólk borgar við skráningu getur það byrjað að æfa og sumir ná þannig aukamánuði fríum fyrir námskeið.

Bætt sjónvarp á staðnum

Nú erum við komin með slatta af nýjum sjónvarpsstöðvum og nýtt stórt háskerpusjónvarp í salinn. Bættum við gervihnattardiski og því er hægt að velja um fleiri stöðvar en áður. Stærra sjónvarp er komið í barnagæsluna og við settum eitt í setustofuna.

Hlaup/þrek

Núna eru allir farnir í sumarfrí og því höfum við ekki kennara til að sinna útitímunum (kl 17:30 á mánudögum og miðvikudögum) áfram. Hvetjum ykkur samt til að mæta og hlaupa saman.

Fullt á Gravitynámskeið

Það er fullt á Gravitynákseiðið kl 08:30 sem byrjaði í morgun. Annað námskeið er kl 17:30 og þar eru 4 bekkir lausir. Við erum alltaf að fá jákvæðar umsagnir um Gravity. Það er ótrúlegt hversu margir hafa komið sér í form

Einkaþjálfaranám hjá Keili

Við styrktum tvo kennara hjá okkur um 250þús á síðasta ári til að læra einkaþjálfarann. Styrkinn fengu Anna Ársæls og Brynjar Helgi sem er reyndar farinn annað. Í ár styrkjum við aðra tvo kennara, Ingu Steinlaugu og Gunnar Atla.

Æfum og höfum gaman af því

Það er gaman að æfa þegar maður hefur fundið sinn stað. Sumum finnst skemmtilegast að hlaupa, öðrum að lyfta, hinum að dansa, aðrir elska jóga, box og sund. Þess vegna erum við með fjölbreytta tíma og þrektímarnir eru blanda af þessu flestu,

Gravity 12. júlí

Næstu 4 vikna Gravitynámskeið hefjast 12. júlí. Ódýr og frábær námskeið sem henta öllum, byrjendum sem lengra komnum. Við verðum með 4 námskeið í boði, kl 06:15, 08:30, 16:30 og 17:30.