03.05.2010
Eva og Gerður eru báðar að sýna dans á danssýningunum hjá Point á laugardaginn. Abba ætlar að rifja upp eitthvað gamalt og gott og kenna brjálað jamm á laugardag. Sjáumst í dansdressinu stelpur og strákar.
03.05.2010
Margir sem eru að æfa hér hlupu í 1. maí hlaupinu, en sigurvegarar í 10 km urðu Bjartmar Örnuson á sínum besta tíma 34,34 og Rannveig Oddsdóttir í kvennaflokki. Hríseyjarskóli sigraði í skólakeppninni.
28.04.2010
Við ákváðum á janúar að bjóða frítt í sund fyrir alla sem keyptu kort á Bjargi. Þá létum við það fylgja með að þetta væri til prufu fram á vorið. Við borgum Akureyrarbæ 250 kr í hvert skipti
28.04.2010
Ef þið ætlið ekki að hlaupa í 1. maí hlaupinu þá vantar starfsfólk. Hvetjum alla til að leggja sitt af mörkum og vera úti í góða veðrinu. Þetta tekur um 2 klst og er bara gaman. Það vantar fólk til að vera á 10 km leiðinni og leiðbeina fólki rétta leið.
28.04.2010
Við ætlum að byrja með útitímana 10. maí og þeir verða kl 17:30 á mánudögum og miðvikudögum. Tímarnir verða í maí og júní og svo sjáum við til. Hugsað fyrir alla, skiptum hópnum upp eftir getu ef við skokkum og svo notum við pallinn og stígana hér í kring fyrir útþrek og skokk. Kostar ekkert fyrir korthafa á Bjargi.
26.04.2010
Hvernig væri að skella sér á Hnjúkinn 6. júní? Það er erfitt að komast í ferð á Hvannadalshnjúk með góðum leiðsögumönnum sem skaffa mannbrodda, ísexir og línu. Haraldur og Bryndís (naturalis.is) eru okkar fararstjórar og bjóða þeim sem eru að æfa hér og þeirra viðhengjum
20.04.2010
Gravity bekkirnir eru eins og nýir. Búið að skipta um legur í þeim öllum. Einnig erum við að setja inn nýjar æfingar, sérstaklega í opnu tímunum. Munum líka pota þeim inn í seinni hlutann á námskeiðunum. Skemmtilgar og öðruvísi æfingar.
20.04.2010
Það er alltaf jafnmikið að gera hjá barnagæslustelpunum okkar. Litlu börnin eru aðallega á morgnana og þá vagnar og stólar út um allt. Það er í lagi að geyma vagnana á útisvæðinu við pottana. Seinni partinn eru það eldri krakkarnir sem draga mömmu og pabba á æfingu
20.04.2010
Sem áður verður stöðin ekki opin á sumardaginn fyrsta sem ber uppá fimmtudaginn 22. apríl í ár. Einnig verður lokað á frídegi verkamanna laugardaginn 1. maí næstkomandi.
18.04.2010
CrossFit námskeiðið sem átti að byrja á morgun kl 07:00 frestast um viku. Viljum fá aðeins fleiri þátttakendur. Tveir framhaldstímar í CrossFit detta út í næstu viku, miðvikudagstíminn og laugardagstíminn.