22.02.2010
Við erum með þrjá BodyJam tíma í viku, hvetjum dansáhugafólk til að nýta þá vel. Í hádeginu á þriðjudögum er frí barnagæsla meðan á tímanum stendur. Svo er tími á miðvikudagskvöldum kl.20:30 fyrir þau sem vilja koma seint.
15.02.2010
Teljarinn fór í 2100 fyrir nokkrum dögum og er það hæsta tala sem við höfum séð á virkum kortum hér. Allan veturinn er talan að sveiflast í kringum 2000 en lækkar svo á sumrin.
15.02.2010
Júlía Linda Ómarsdóttir er stödd hér fyrir norðan núna og er að mæla hjá okkur á morgun og fyrir hádegi á miðvikudag. Enn er hægt að fá tíma og hvetjum við alla sem eiga bókina hennar að koma í eftirlit.
15.02.2010
Við viljum vekja athygli á því að við erum að borga bænum 250 kr fyrir hvert skipti sem einhver fer í sund með kort frá Bjargi. Einhverjir héldu að við fengjum þetta frítt, en svo er ekki. Við ætlum að vera með sundkortin út mars og endurskoða allt þá.
13.02.2010
Á mánudaginn (15.feb) byrjar nýtt Gravitynámskeið kl 06:15 og er fullt á það. 22. febrúar byrjar svo nýtt 4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri og er það kl 09:30 tvisvar í viku.
13.02.2010
Það er fátt betra en að setjast á hjólið kl 11 á sunnudagsmorgni og spinna í einn til einn og hálfan klukkutíma og hlusta á góða tónlist. Við mælum með þessum tímum og ef þið eruð með lög sem
10.02.2010
Spennandi námskeið eru á döfinni hjá okkur. Hansína og Hulda Elma eru nýbúnar að fara á námskeið til að sérhæfa sig í leikfimi fyrir verðandi mæður og mömmur með lítil börn.
10.02.2010
Hvernig væri að prufa Body Combat? Strákar! þetta er tími fyrir ykkur. Þarna eru spörk og kýlingar, bardagaþema og engin spor. Tónlistin er brjáluð og hvetjandi og kennararnir hressir. Svitinn lekur og stemmingin er frábær.
10.02.2010
Við hugsum um að hafa lýsinguna þægilega í tímum. Í stóra salnum er fallegar ljósakrónur sem varpa daufu ljósi og það er kastari á kennaranum á sviðinu. Les Mills kennararnir okkar kjósa margir að nota þessa lýsingu í tímunum.
07.02.2010
4 Gravitynámskeið byrja á morgun. Fullt er á þau öll nema kl 18:30 eru nokkrir bekkir lausir. Sá hópur er fyrir fólk með vefjagigt og stoðkerfisvandamál. CrossFit er líka að byrja og eru nokkur laus pláss kl 18:30 (byrjar á þriðjudag).