Fréttir

Garpar

Tryggvi og Brynjar spinningkennarar fóru í góðan hjólatúr um síðustu helgi. Anný sá um skutla þeim að afleggjaranum að Herðubreiðalindum við Hrossaborgir. Þaðan hjóluðu þeir 100km leið inn að skála ferðafélagsins í Dreka.

Frítt einu sinni í viku!

Við gerðum skemmtilega tilraun sl. vetur sem heppnaðist vel. Buðum uppá einn frían tíma í viku. Við ætlum að halda þessu áfram og velja einn tíma úr tímatöflunni hvern mánuð og verður hægt að fara í hann án endurgjalds.

Hlauparar að standa sig vel.

Rannveig Oddsdóttir er fremsti langhlaupari landsins í kvennaflokki í dag. Hún var fyrst íslenskra kvenna í mark í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn og þriðja konan í mark á 1:27,28 klst.

Námskeiðin að hefjast.

Sjö Gravity námskeið hefjast á morgun. Fullskráð er í flest, en einn bekkur laus á þremur námskeiðum. Hópurinn sem átti að vera kl 08:30 frestast um viku þar sem skráning var ekki næg.

Samstarfsamningur við Kaupþing

Kaupþing banki hf. og Bjarg hafa gert með sér samning um afslátt til handhafa Kortsins. Eigendur þess fá nú 25% afslátt af kortum á fullu verði. Afslátturinn gildir ekki um tilboðkort eða námskeið.

Akureyrarhlaupið!

Nú er um mánuður í Akureyrarhlaupið og alls ekki of seint að taka ákvörðun um að vera með. Boðið er uppá 3 og 5 km skemmtiskokk sem flestir ættu að geta klárað.

Síðubitar!

Við viljum bara láta gömlu góðu Síðubitana vita af því að margir eru búnir að skrá sig á námskeiðið kl. 19:30.

Lítið um athugasemdir.

Tímatafla haustsins er búin að hanga uppi í hálfan mánuð til umsagnar og athugasemda. Tvær óskir voru áberandi fjölmennastar og var orðið við þeim.

Langbest!

Þá er þrautinni lokið og ég breyti bara fréttinni um að þrautin verði í að hún sé búin. Þingeysk þríþraut, synda, hjóla hlaupa og byrjað í sundlauginni á Laugum.

Munið eftir gæslunni!

Við höfum aldrei boðið uppá jafnmikla barnagæslu að sumri til og núna. Nýtingin er ágæt og til dæmis komu 13 krakkar í morgun. Gæslan er frí og erum við frumkvöðlar í því hér á landi.