16.10.2007
Það er frítt fyrir alla í RPM í október. Þeir sem ekki eiga kort hér geta því mætt einu sinni í viku og hjólað með Önnu í RPM.
15.10.2007
Nýir tímar frá Les Mills kerfinu. Nýtt á Íslandi og við erum eina stöðin á Norðurlandi sem kennir þetta kerfi. Tímarnir eru blanda af þoli, styrk og liðleika, en aðallega skemmtun.
15.10.2007
Það var gaman um helgina og mikil stemming í tímunum hjá Guðfinnu. Við vorum beðin um að kaupa hana norður einu sinni í mánuði, því ekki?
15.10.2007
Fjögur Gravity námskeið eru að byrja í dag og slatti af nýju fólki er að koma inn í Lífsstílshópana þrjá og klára með þeim síðustu 7 vikurnar.
15.10.2007
Við erum að fara af stað með leikfimi fyrir þau sem eru orðin 60 ára eða meira. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:15.
10.10.2007
Við ætlum að hafa partýstemmingu hér á Bjargi alla helgina. Guðfinna byrjar á föstudagsmorgun í morgunþrekinu. Allir koma í partýdressi í Body Jammið á föstudag og það verður partýþema í spinningtímanum líka.
08.10.2007
Nú er 7 vikan í gangi hjá öllum Lífsstílshópunum og mælingar fara fram í þessari viku, helst á miðvikudag hjá sem flestum.
07.10.2007
Það verður kennaranámskeið í Body Vive hér á Bjargi á mánudag og þriðjudag. Af því tilefni ætla kennararnir 6 sem eru á námskeiðinu að vera með opin tíma í þriðjudag kl. 16:30.
05.10.2007
Vo2Max hópurinn ætlar að taka þrekpróf laugardagsmorguninn 6.október og er mæting kl. 10 í íþróttahús Síðuskóla.
02.10.2007
20 manna hópur fólks í góðu formi hittist í fyrsta skipti í gær og tóku léttan útitíma. þau ætla að æfa saman næstu 11 vikurnar og komast lengra en áður bæði í hlaupum, erfiðum æfingum og réttu mataræði.